Lestrarstund á þriðjudag

Lestrarstund á þriðjudag

Þriðjudaginn næsta, þann 8. september, munum við að venju fagna Alþjóðadegi læsis og efna til lestrarstundarinnar ALLIR LESA. Þá munu allir nemendur og starfsfólk bresta í lestur sama hvar þeir eru í skólanum kl. 8.20-8.40. Foreldrar og aðstandendur eru hjartanlega velkomnir til að njóta þessarar stundar með okkur og koma í skólann með bók til að lesa. Nemendur geta lesið í yndislestrarbókum sem þau geyma í skólanum eða komið með bók að heiman.

Sjáumst vonandi á þriðjudaginn!