Lestrarstund á alþjóðadegi læsis

Lestrarstund á alþjóðadegi læsis

Við áttum náðuga lestrarstund í um tuttugu mínútur í morgun þegar nemendur, starfsfólk og foreldrar brustu í lestur hér og hvar um skólann. Í dag er alþjóðadagur læsis og hvað er þá betra en að fagna þeirri list og þeim forréttindum að geta lesið sér til ánægju og fróðleiks, í hljóði eða upphátt fyrir aðra líka.

> Sjá myndir frá lestrarstund

[ STÆKKA MYND ]