Allir með í Brekkósprett á miðvikudag!

Allir með í Brekkósprett á miðvikudag!

Á degi náttúrunnar, miðvikudaginn 16. september nk., hlaupum við Brekkósprett og eins og vanalega eru foreldrar og aðrir aðstandendur hjartanlega velkomnir með.

Hlaupið hefst kl. 10 með upphitun fyrir framan íþróttahúsið og síðan lagt af stað. Hlaupin verður sama leið og undanfarin ár (SJÁ KORT): frá Brekkubæjarskóla upp Vesturgötu og síðan Esjubraut, niður Kalmansbraut, Kirkjubraut, niður Merkigerði og upp Vesturgötu að skóla.

Nemendur hlaupa eins marga hringi og þeir vilja og hafa til þess eina klukkustund. Nemendur fá punkt á handarbakið eftir hvern hring.

Þótt Brekkósprettur sé fyrst og fremst hugsaður sem skemmtileg hreyfing er nú samt smá keppni milli bekkja og árganga. Að hlaupi loknu er reiknað út hvaða árgangur hljóp að meðaltali lengst og hýtur sá viðurkenningaskjal að launum. Þeir sem vilja og þurfa geta skellt sér í sturtu í íþróttahúsinu að hlaupi loknu.

Munum því að mæta með góða skapið á miðvikudaginn, í léttum fötum og hlaupvænum skóm.