Stór morgunstund

Stór morgunstund

Fyrsta Stóra morgunstund skólaársins var haldin í morgun og venju samkvæmt var mikið um söng og spilerí. Fyrstir til að stíga á stokk voru nemendur 2. bekkjar sem sungu um hana, krumma og fleiri dýr. Í kjölfarið komu samsöngur, skemmtilegt og litríkt atriði frá 9. bekk, dans í boði 5. bekkjar, viðurkenningar til nemenda á yngsta- og miðstigi og meiri söngur.

Foreldrar og aðrir aðstandendur fjölmenntu á pallana og í lokin var stiginn fjöldadans á gólfi íþróttahússins.

> Sjá myndir frá morgunstund