Stórgóðir UNGIR/GAMLIR tónleikar

Stórgóðir UNGIR/GAMLIR tónleikar

Hinir árlegu tónleikar UNGIR/GAMLIR voru haldnir á tveimur sýningum í gærkvöld fyrir fullu húsi og tókust með miklum ágætum í fallegri sviðsumgjörð. Sérstakir gestir tónleikanna voru tónlistarfólkið Friðrik Dór og Ragnheiður Gröndal, en sjónvarpað var beint frá seinni tónleikunum í gegnum netið.

Á svið Bíóhallarinnar stigu margir söngvarar og hljóðfæraleikarar úr unglingadeildum grunskólanna, en einnig tónlistarskólanum, og fluttu lög ein og sér, með húsbandinu eða gestunum að sunnan. Góð kvöldstund í upphafi Vökudaga á Akranesi.

> Skoða myndir frá tónleikum

[ STÆKKA MYND ]