Starfsdagur, viðtalsdagur og gæsla

Starfsdagur, viðtalsdagur og gæsla

Miðvikudaginn 11. nóvember er starfsdagur á skóla- og frístundasviði kaupstaðarins. Þá er frí hjá öllum nemendum, engin gæsla í boði fyrir yngstu nemendur og Skóladagvist lokuð.

Fimmtudaginn 12. nóvember er svo viðtalsdagur. Þá mæta nemendur með foreldrum sínum og taka stöðuna með umsjónarkennara. Einnig er hægt að ná tali af sérgreinakennurum (sjá hér fyrir neðan). Þennan dag er boðið upp á gæslu fyrir nemendur yngstastigs, auk þess sem Skóladagvist er opin á sínum tíma.

Gæsla og Skóladagvist
Gæslan verður á dagvistinni og er hún frá klukkan 8-12 fyrir alla nemendur í 1.-4. bekk. Þeir nemendur sem eru ekki á dagvist fara heim kl. 12 en dagvistarbörn frá hádegismat og verða áfram á dagvistinni. Ef þið eruð búin að skrá barnið og hættið við þá takið þið nafnið út úr skjalinu aftur.

Skrá þarf barn í gæslu á viðtalsdeginum og ef það nýtir skóladagvistina eftir hádegi – það er gert hér:

Skráning

 

Viðvera list- og verkgreinakennara á viðtalsdegi 12. nóvember:

  • Ragnheiður Kristjánsdóttir Textilmenntastofa
  • Kolbrún Sigurðardóttir Myndmenntastofa
  • Sigríður K. Óladóttir Heimilisfræðistofa
  • Heiðrún Hámundadóttir Tónmenntastofa
  • Sigtryggur Karlsson Viðtalsherbergi 3.hæð
  • Ragnheiður Guðjónsdóttir Íþróttakennari Bókasafn
  • Brynjar Sigurðsson Íþróttakennari Bókasafn
  • Sigríður Helga Gunnarsdóttir Íþróttakennari Bókasafn

Óskilamunir og -fatnaður nemenda
Í þvottahúsi á 1. hæð geta foreldrar vitjað fatnaðar sem nemendur kunna að hafa skilið eftir en annarra hluta á skrifstofu.

> Við minnum á Skóladagatalið sem finna má íGagnagátt skólans og viðburðadagatal skólans.