Úr smiðju unglinga

Úr smiðju unglinga

Unglingar skólans buðu í morgun til sýningar á verkefnum sem þeir hafa unnið í Smiðju upp á síðkastið. Líkt og áður eru verkefnin af ýmsu tagi, t.d. matreiðsluhefti sem nemendur hafa sett saman, smíðaverkefni eins og forláta kassabíll, ýmis skemmtileg vídjó, handavinnuverkefni, förðun o.fl.

Yngri nemendur fengu skoðunartúr um unglingagang og nokkrir foreldrar og aðstandendur kíktu líka á herlegheitin.

> Skoða fleiri myndir úr Smiðju

[ STÆKKA MYND ]