Rithöfundaheimsókn: Gerður Kristný

Rithöfundaheimsókn: Gerður Kristný

Í dag fengu krakkarnir í 3.–5. bekk skemmtilega heimsókn. Rithöfundurinn Gerður Kristný mætti á sal skólans og las fyrir krakkana upp úr nýjustu bók sinni sem heitir Dúkka. Voru krakkarnir spenntir að fá að heyra enn meira þar sem um er að ræða ögn ógnvekjandi bók, en dálítill hryllingur er alltaf spennandi.

Gerður sagði krökkunum líka frá hinum barnabókunum sem hún hefur skrifað eins og Ballinu á Bessastöðum, Garðinum og Landi hinna týndu sokka. Hún sagði þeim frá því hvernig hún fékk hugmyndirnar að bókunum og sýndi þeim skemmtilegar myndir í tengslum við það.

Tilgangurinn með því að fá rithöfund í heimsókn er að reyna að vekja enn frekar áhuga barnanna á lestri. Við þurfum öll að hjálpast að til þess að ná markmiðum samningsins sem gerður var af Akraneskaupstað við menntamálaráðherra nú á haustdögum. Hvetjum börnin okkar til lestrar, verum góðar fyrirmyndir, lesum með þeim og fyrir þau, förum með þeim á bókasafnið eða kaupum handa þeim bækur.

Hallbera Jóhannesdóttir
Bókasafni Brekkubæjarskóla

> Sjá myndir frá heimsókn Gerðar Kristnýjar