Jólaföndrað og skóli skreyttur

Jólaföndrað og skóli skreyttur

Við tókum daginn í dag í jólaföndur og skreytingar á skóla. Krökkunum stóðu til boða ýmiskonar föndurverkefni og hver valdi það sem henni eða honum hugnaðist. Þennan jólaþemadag nota unglingar til að skreyta hurðirnar fyrir skólastofum sínum eins og þeirra skapandi andi býður þeim. Dómnefnd gekk svo um og tók út verkin og tilkynnir niðurstöðu sína á morgun; altso, hvaða bekkjum hlotnast sá eftirsótti heiður að eiga flottustu og frumlegustu jólahurðina.

> Sjá myndir frá jólaþemadegi 
> Sjá myndir af jólahurðum unglinga 2015