Litlu-jól - mæting

Litlu-jól – mæting

Mæting nemenda á litlu jól í Brekkó á morgun, föstudaginn 18. desember, er sem hér segir:

  • Nemendur í 1.–3. bekk mæta í sínar stofur kl. 9.15
  • Nemendur í 4.–6. bekk mæta í sínar stofur kl. 8.20
  • Nemendur í 8.–10. bekk mæta í sínar stofur kl. 9.30

Nemendur í 7. bekk verða með sín litlu jól í kvöld (fim 17. des.) kl. 17-19, en þau sem vilja mega gjarnan mæta klukkan 8.30 í fyrramálið og vera með yngri börnunum á þeirra litlu jólum.

4. bekkur sýnir helgileikinn fyrir foreldra í dag kl. 17.

Dagskrá litlu jóla lýkur um klukkan 11:30 hjá öllum árgöngum.

Kennsla hefst aftur eftir jólafrí þriðjudaginn 5. janúar.