Litlu-jólin

Litlu-jólin

Við áttum öll notalega, skemmtilega og hátíðlega stund á litlu-jólum hér í Brekkubæ í morgun. Hápunkturinn, eins og alltaf, var helgileikurinn í flutningi 4. bekkjar, en stigin þrjú héldu hvert sín litlu-jól með leikritum, spileríi og söng og svo stutt dansiball kringum jólatréð í salnum.

Við fengum jólasveina í heimsókn og hópur starfsmanna söng hugljúft fyrir unglingana. Allir fóru heim fyrir hádegið í jólafrí, en starfsfólk snæddi saman jólalamb og gerði upp jólaleynivinaleikinn.

Gleðilega hátíð!

> Sjá upptöku af helgileiknum
> Skoða myndir frá litlu-jólum