Bókamessa í Brekkó

Bókamessa í Brekkó

Bókamessa í Brekkubæjarskóla hefst þriðjudaginn 12. janúar og hefjum við verkefnið á lestrarstundinni Allir lesa kl. 8.20 – 8.40.

Nemendur og starfsfólk bresta þá í lestur hvar sem þeir eru staddir og hvaða starfi þeir sinna og sem fyrr eru foreldrar og aðrir aðstandendur hjartanlega velkomnir. Við nýtum gangana, skólastofurnar, tröppurnar, salinn og önnur rými til lestrar.

Markmið Bókamessu eru að hvetja til aukins lesturs nemenda og ýta undir jákvætt viðhorf til bóka og lesturs.