Ragna Benedikta botnar best

Ragna Benedikta botnar best

Ragna Benedikta Steingrímsdóttir, nemandi í 10. bekk, fékk í dag afhenta viðurkenningu fyrir að hafa átt besta botn unglingastigsnema í vísnakeppni grunnskólanema í tilefni Dags íslenskrar tungu 2015.

Fyrri partinn,

Þegar mesta myrkrið er,
minnstu ljósin greinast.

botnaði Ragna svona:

Sólardraumur sýnist mér
í sálartetri leynast.

Við óskum Rögnu til hamingju og látum það fylgja sögu að ungskáldið vann einnig sömu keppni þegar það var í 8. bekk.

[ STÆKKA MYND ]