Bóndadagur

Bóndadagur

 

Bóndadagur, fyrsti dagur Þorra, var haldinn hátíðlegur í Brekkubæjarskóla í dag. Líkt og undanfarin ár tóku stúlkur margra bekkjardeilda sig til og trakteruðu drengina á kökum og öðru fíneríi eða gerðu þeim aðrar huggulegar gjafir.

Dömurnar í 9. bekk (árg. 01) tóku daginn snemma og leiddu piltana í halarófu niður á sal þar sem þær sýndu þeim vídjó sem þær höfðu búið til þeim til heiðurs. Svo aftur upp í stofu þar sem þeim var boðið upp á kökur og annað fínerí.

Stúlkurnar í 3. bekk bjuggu til bókamerki handa strákunum og skrifuðu þar á eitthvað fallegt um þá, en þær í 2. og 4. bekk gerðu bekkjarbræðrum sínum falleg kort með fallegu tilskrifi (sjá myndir). Og svo var boðið upp á kökur eða íspinna.

Ekki amaleg byrjun á Þorra.

> Sjá myndir frá bóndadegi
> Sjá vídeó stúlkna í 9. bekk