Söngleiknum Græna húsinu vel tekið

Söngleiknum Græna húsinu vel tekið

Unglingadeild Brekkubæjarskóla frumsýndi nýjan söngleik með bravúr fyrir fullu húsi í Bíóhöllinni á fimmtudagskvöldið var, 25. febrúar.

Græna húsið er söngleikur eftir tónmenntakennarana þau Heiðrúnu Hámundardóttur og Samúel Þorsteinsson, en þau sömdu einnig tónlist fyrir verkið sem er inn á milli eldri slagara og stjórnuðu uppsetningunni. Auk þeirra sömdu þau Hlynur Ben og Bergdís Fanney, nemandi í 10. bekk, sitt lagið hvort.

Földi nemenda í unglingadeild tekur þátt í söngleiknum á einn eða annan hátt, en gestaleikari er Guðbjörg Árnadóttir fyrrum kennari hér við skólann. Krakkarnir hafa unnið alla vinnu sjálf við uppsetningu sýningarinnar með góðri aðstoð og hvatningu frá aðstandendum og starfsfólki skólans.

Frumsýnt var, eins og áður segir, á fimmtudaginn, en þrjár sýningar voru um helgina og tvær aukasýningar áætlaðar nú í vikunni:

Þriðjudaginn 1. mars kl. 19
Fimmtudaginn 3. mars kl. 19

Miðasala fer fram á skrifstofu skólans milli kl. 8 og 16 í síma 433 1300, en einnig er hægt að panta miða með því að senda póst á esveinsson5@gmail.com. Ósóttir miðar fara í sölu klukkutíma fyrir hverja sýningu. Þeir sem eiga pantaða miða geta nálgast þá tveimur tímum fyrir sýningu í Bíóhöllinni.

> Sjá myndir frá sýningunni á Fésbókarsíðu Græna hússins