Syntu til verðlauna í boðssundskeppni

Syntu til verðlauna í boðssundskeppni

Átta sundkappar af miðstigi tóku þátt í Boðsundskeppni grunnskólanna (8 x 25 með frjálsri aðferð) í Laugardalslaug í dag og kepptu að sjálfsögðu fyrir hönd Brekkubæjarskóla. Öll stóðu þau sig eins og hetjur og enduðu í öðru sæti af samtals 34 skólum. Sundfólkið er Sóldís, Ngozi, Hafþór, Þórarinn, Rafael, Anna, Ingibjörg og Kristján og óskum við þeim til hamingju!

[ STÆKKA MYND ]