Brekkó á verðlaunapalli í Skólahreysti

Brekkó á verðlaunapalli í Skólahreysti

Í vikunni var keppt í Vesturlandsriðli Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ. Tíu skólar mættu til leiks og lenti lið Brekkubæjarskóla í þriðja sæti. Það nægir víst ekki til að komast í úrslit, en liðið stóð sig vel, allir sáttir og góð stemmning í keppnis- og stuðningsliði. Þetta er annað árið í röð sem lið Brekkó kemst á verðlaunapall.
Skólahreystilið Brekkó skipa þau Bergdís, Bergsveinn, Eyrún, Gabríel, Óliver og Sólveig. Við óskum þeim til hamingju, sem og Grundaskóla sem hreppti fyrsta sætið og keppir því fyrir hönd unglinganna á Akranesi í úrslitunum.

[ STÆKKA MYND ]