Árshátíð 2016

Árshátíð 2016

Árshátíðarsýningar Brekkubæjarskóla eru nú hafnar. Nemendur í 1. til 7. bekk bjóða sem fyrr upp á reglulega skemmtileg og fjölbreytt atriði; leiklist, dans, söng og ljóðalestur eða allt í senn. Auk þeirra flytja unglingar tónlistaratriði, atriði úr söngleiknum Græna húsinu og sjá um kynningu atriða og gamanmál þar á milli.

Tvær nemendasýningar voru haldnar í morgun og tvær verða í fyrramálið, önnur fyrir leikskólabörn. Almennar sýningar verða að þessu sinni fimm talsins og byrja með einni í dag, mánudag, kl. 17.30 og svo tvær á þriðjudag og miðvikudag, kl. 17.30 og 19.30 báða dagana.

> Sjá myndir af atriðum á árshátíð

Hér má fletta leikskránni, góða skemmtun![ STÆKKA MYND ]