9. bekkur sigurvegari á íþróttadegi unglinga

9. bekkur sigurvegari á íþróttadegi unglinga

Íþróttadagur á unglingastigi var haldinn í dag. Árgangarnir í unglingadeild kepptu sín á milli í kýló, tveimur tegundum af skotbolta og reiptogi. Leikar fóru þannig að 9. bekkur er sigurlið íþróttadagsins, en 10. bekkur varð í öðru sæti og 8. bekkur í því þriðja. Góð stemmning var á pöllunum og árgangarnir klæddir hver í sínum lit.