Upplestrarkeppni grunnskólanna

Upplestrarkeppni grunnskólanna

Lokahátíð Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi fór fram í Tónbergi 19. apríl sl. Þar lásu 12 nemendur úr 7. bekkjum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla upp texta í bundnu og óbundnu máli. Í ár var lesið úr bókinni Mamma klikk eftir Gunnar Helgason, ljóð og textar eftir Bubba Morthens og einnig ljóð sem nemendur völdu sjálfir.

Það er mikil kúnst að lesa upphátt fyrir fullan sal af fólki, en krakkarnir gerðu þetta sérstaklega vel og því var erfitt fyrir dómnefndina að finna að lokum þá sem voru fremstir meðal jafningja úr hvorum skóla fyrir sig. Niðurstaðan varð þó sú að upplesari Brekkubæjarskóla var valin Sigríður Sól Þórarinsdóttur og upplesari Grundaskóla var Ásdís Ýr Þorgrímsdóttir.

Við óskum þeim Sigríði Sól og Ásdísi Ýri innilega til hamingju með titlana.

Sigríður Sól Þórarinsdóttir, upplesari Brekkubæjarskóla, og Ásdís Ýr Þorgrímsdóttir, upplesari Grundaskóla.

Sigríður Sól Þórarinsdóttir, upplesari Brekkubæjarskóla, og Ásdís Ýr Þorgrímsdóttir, upplesari Grundaskóla.