Skólaslit

Skólaslit

Í dag var settur punktur aftan við skólastarf vetrarins með skrúðgöngu, Vormorgunstund og afhendingu vitnisburðar.

Nemendur ásamt foreldrum og starfsmönnum gengu fyrst stuttan bæjarhring í blíðskaparveðri undir trommuslætti, en komu sér svo fyrir í íþróttahúsinu. Á morgunstund var hlutur útskriftarnema áberandi í tónlistarflutningi og kveðjuræðu, en einnig voru afhentar viðurkenningar á yngsta- og miðstigi, sem og viðurkenningar til nemenda í Grænfánateymi og Skólahreystiliði.

Að endingu sungu 10. bekkingar skólasönginn í síðasta skipti og svo var haldið í bekkjastofur hvar nemendur kvöddu sína kennara að sinni og fengu afhentan vitnisburð um frammistöðuna í vetur.

Svo héldu nemendur út í sumar og frí, en starfsfólk skólans dundar sér svolítið áfram við frágang og undirbúning næsta skólaárs.

> Sjá myndir frá morgunstund og skólaslitum