Útskrift 2016

Útskrift 2016

Útskrift nemenda úr 10. bekk fór fram mánudagskvöldið 6. júní. Líkt og í fyrra var útskriftarathöfnin haldin í sal FVA þar sem rýmra er um útskriftarnemana og gesti þeirra en í salnum okkar. Var salurinn þéttsetinn foreldrum, systkinum, ömmum og öfum, sem og starfsfólki Brekkubæjarskóla sem mætti til að kveðja og samgleðjast 10. bekkingunum okkar sem halda nú á nýjar brautir.

Að venju voru flutt ávörp nemenda, foreldra og skólastjóra, skipst á kveðjum í ýmsum myndum og að sjálfsögðu var boðið upp á tónlistaratriði að hætti árgangs 2000. Athöfninni lauk svo með glæsilegu kökuhlaðborði sem aðstandendur útskriftarnemanna höfðu undirbúið af miklum myndarbrag.

Veittar voru viðurkenningar og verðlaun til þeirra nemenda sem hafa staðið sig vel á hinum ýmsu sviðum og féllu þau í skaut eftirfarandi nemenda:

 • Hvatningarverðlaun Akraneskaupstaðar hlutu Hlynur Steinn Arinbjörnsson, Sólveig Erla Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Lilja Einarsdóttir og Bergsveinn Logi Ríkharðsson.
 • Styrk úr minningarsjóði Sindra Dags hlutu Daníel Ágúst Björnsson, Jana Sif Sigurjónsdóttir og Verónika Lind Elfarsdóttir.
 • Viðurkenningu úr minningarsjóði Lovísu Hrundar hlaut Guðbjörg Birta Sigurðardóttir.
 • Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í náttúrufræði og stærðfræði hlaut Gyða Kolbrún Hallgrímsdóttir
 • Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku, samfélagsfræði og dönsku hlaut Ragna Benedikta Steingrímsdóttir.
 • Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í ensku hlaut Íris Anný Þórisdóttir.
 • Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í list- og verkgreinum hlaut Dagný Maja Helgadóttir.
 • Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum hlutu Bergdís Fanney Einarsdóttir og Gunnar Jóhannesson.
 • Viðurkenningu fyrir vinnusemi og dugnað í námi hlaut Elísa Rut Bjarnadóttir.
 • Viðurkenningu fyrir störf að félagsmálum nemenda fengu Þuríður Ósk Magnúsdóttir og Gyða Kolbrún Hallgrímsdóttir.
 • Verðlaun fyrir námsárangur og háttvísi (Lífsleikniverðlaun) úr Verðlaunasjóði Ingunnar Sveinsdóttur hlutu Bergdís Fanney Einarsdóttir og Þuríður Ósk Magnúsdóttir.
 • Verðlaun úr Verðlaunasjóði Guðmundar P. Bjarnasonar fyrir hæstu samanlögðu meðaleinkunn á grunnskólaprófi 2016 hlaut Ragna Benedikta Steingrímsdóttir.

Við óskum öllum handhöfum viðurkenninga og verðlauna sem og öllum útskriftarnemum skólans hjartanlega til hamingju með áfangann, þökkum þeim samfylgdina og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.

> Sjá myndir frá útskriftinni