Bókaormar Brekkubæjarskóla 2016

Bókaormar Brekkubæjarskóla 2016

Úrslitaviðureignin í spurningakeppninni Bókaormar Brekkubæjarskóla fór fram á sal skólans að viðstöddum nemendum 4. – 7. bekkjar. Þar mættust lið úr 4. og 5. bekk og svöruðu spurningum úr hinum ýmsu bókum sem lágu til grundvallar í ár. Bæði lið stóðu sig með miklum sóma og fóru leikar svo að lið 5. bekkinga fór með sigur af hólmi. Það er því 5. BS sem hlýtur titilinn Bókaormar Brekkubæjarskóla 2016.

Þetta var í fjórða sinn sem keppnin er haldin, en spurt er úr fjölda bóka sem nemendur í 4.–7. bekk lesa og er um útsláttarkeppni að ræða. Spurningarnar eru með ýmsu sniði, en að baki liði hvers bekkjar standa svo allir bekkarfélagarnir því leita má til þeirra um aðstoð í flestum spurningum keppninnar.

Keppt er um farandbikar sem Hallbera bókasafnskennari gaf til keppninnar, en hún hefur einnig veg og vanda af keppninni. Verður Hallberubikarinn í varðveislu sigurbekkjarins fram að næstu keppni.

Markmiðið með keppninni er að hvetja nemendur til þess að lesa og að tileinka sér það sem þeir lesa.

Lið 4. bekkjar stóð sig vel og þurfti enda að hafa betur gegn liðum eldri bekkja til að komast í úrslit á móti 5. bekk.

Lið 4. bekkjar stóð sig vel og þurfti enda að hafa betur gegn liðum eldri bekkja til að komast í úrslit á móti 5. bekk.

> Sjá fleiri myndir frá keppninni