Bókasafn

Velkomin á bókasafn Brekkubæjarskóla!

Bókasafnið er staðsett á móts við skrifstofu skólans við hlið tölvustofu. Það er í 100 fm húsnæði þar sem aðstaða er fyrir 26 nemendur í sæti. Þrjár tölvur eru til almennra nota. Safnkosturinn samanstendur af bókum,tímaritum,myndböndum/diskum, hljóðbókum, hljóðsnældum og geisladiskum. Safnkostur bókasafnsins er skráður í landskerfi bókasafna.

hallberaSafnstjóri er Hallbera F. Jóhannesdóttir
skólasafnskennari
hallbera.johannesdottir@akranes.is

> Gegnir

Bókasafn

Markmiðið með starfsemi skólasafnsins er að:

 • aðstoða nemendur og starfsfólk skólans við upplýsingaöflun
 • gera nemendur sjálfbjarga í leit sinni að upplýsingum
 • vekja áhuga nemenda á lestri bóka

Einn starfsmaður er á safninu og er hutverk hans m.a. að:

 • aðstoða nemendur og kennara í leit að upplýsingum
 • kennsla í upplýsingamennt
 • innkaup og tenging safnkosts
 • útvega efni í millisafnaláni
 • skipuleggja Tenglasíður

Meginmarkmiðið með starfsemi skólasafnsins er að gera nemendur sjálfbjarga í leit sinni að upplýsingum. Til þess að svo megi verða fá nemendur í 4. – 6. bekk kennslu á safninu. Fylgt er skólanámskrá í upplýsingamennt og er áhersla m.a. lögð á verklega kennslu í uppröðunarkerfi safnsins (Dewey) og tölvuskráningarkerfi þess.

NEMENDUR

Nemendur eru velkomnir á bókasafnið á opnunartíma þess. Hvenær er bókasafnið opið?

Þar geta þeir unnið verkefni , lesið tímarit og bækur eða farið í tölvur, en fjórar tölvur eru til afnota á safninu. Nemendur geta fengið lánaðar bækur, tímarit og hljóðbækur með sér heim.

Lögð er áhersla á að nemendur sýni hver öðrum tillitsemi og gangi hljóðlega um.

KENNARAR

Bekkjarsett á skólasafni

Unglingar

 • Englar alheimsins
 • Fólkið í blokkinni (unglinga og miðstig)
 • Gauragangur
 • Gegnum bernskumúrinn
 • Gísla saga
 • Grettissaga
 • Gunnlaugs saga ormstungu
 • Heljarþröm – þríleikur um Edda Dickens 1. bók. dálítið flippuð (6-7b?)
 • Hrafnkelssaga Freysgoða
 • Land og synir
 • Laxdæla
 • Leðurjakkar og spariskór ( 7.b?)
 • Litbrigði jarðarinnar
 • Mýrin
 • Pelastikk
 • Sunna þýðir sól – bók um einelti – misnotkun (7.b?)
 • Þar sem Djöflaeyjan rís

Miðstig og Yngstastig

 • Á ferð og flugi með ömmu
 • Benjamín dúfa
 • Emil og Skundi
 • Emil Skundi og GústiFallin spýta
 • Franskbrauð með sultu
 • Gásagátan
 • Nýju fötin keisarans
 • Rigning í Osló ( léttlestrarbók)
 • Röndóttir spóar
 • Stjörnur og strákapör
 • Undir regnboganum
 • Þytur ( kemur aðeins inn á jólin)
 • Ævintýri úr frumskóginum (smásögur)