Brekkubæjarrall

Brekkubæjarrall

Arnbjörg skólastjóri með þeim Haraldi Sturlaugssyni og Kristjáni Sveinssyni frá árgangi 1949 og fulltrúum næstu árganga sem ætla að safna í gjöf til handa skólanum; Jóhannesi Guðjónssyni og Áka Jónssyni.

 

Á Stórri morgunstund sem haldin var í íþrótahúsinu við Vesturgötu þann 11. febrúar 2010 færði árgangur 1949 skólanum veglega peningagjöf upp á 150.000 kr. og hleypti jafnframt af stokkunum svokölluðu Brekkubæjar-ralli – upp og niður meðal eldri nemenda skólans.

Upphafsmaður Brekkubæjarrallsins er Haraldur Sturlaugsson, en rall þetta gengur í stuttu máli út á það að ná saman tveimur árgöngum hvoru megin við árið 1949 næstu árin til að safna saman í peningagjöf til handa skólanum. Rallnefndin afhenti jafnframt fulltrúum næstu árganga sérsmíðuð áheitakefli, nefnilega árgöngum 1948 og 1950. Nefndin mælist svo til þess að þessir árgangar leggi fram sinn skerf strax í haust þannig að startið sé öflugt. Með ralli þessu vonast nefndin til að ná megi til margra hollvina skólans.

Gjafaféð kemur í góðar þarfir og verður til að byrja með notað til að auka við tækjabúnað sem við kemur morgunstundum. Brekkubæjarskóli þakkar kærlega fyrir sig og hlakkar mikið til komandi heimsókna eldri nemenda skólans.

> Lesa um morgunstundir í Brekkubæjarskóla