Brekkubæjarskóli er hnetufrítt svæði

Brekkubæjarskóli, Bjarnalaug og íþróttahúsið við Vesturgötu eru nú hnetufrí svæði.

Vegna þess að einn af nemendum skólans er með lífshættulegt ofnæmi fyrir nokkrum fæðutegundum þurfa ALLIR sem ganga um þessi svæði að gæta þess að vera EKKI með eftirfarandi:

  • Orkustykki (nánast öll innihalda hnetur)
  • Kornstangir, s.s. Corny og Kellogg’s
  • Margar tegundir af kexi
  • Súkkulaðismjör, t.d. Nutella sem er mjög vinsælt
  • Hunangs Cheerios
  • Hnetusmjör
  • Margar tegundir af sælgæti
  • Harðfiskur eða annað fiskmeti í nesti

Einnig viljum við biðja fólk að takmarka eins og hægt er að bera hundahár með sér í skólann og ef farið er í hesthús að þvo fötin og skóna áður en það kemur aftur í skólann.

Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá endilega samband við skólaheilsugæsluna.

hneturfritt-svaedi-brekko