Brúum bilið

Brekkubæjarskóli tekur þátt í verkefninu Brúum bilið – samstarf leikskóla og grunnskóla á Akranesi. Tilgangurinn með verkefninu er að stuðla að öryggi og vellíðan barna þegar þau flytjast milli skólastiganna. Elstu nemendur leikskólanna fara í skoðunarferð um skólann í boði skólastjórans. Væntanlegir nemendur Brekkubæjarskóla koma fjórum sinnum á vetrinum í heimsókn í litlum hópum og taka þátt í starfi 1. bekkjar. Hópur fyrstu bekkinga fer á sama tíma, ef því verður við komið, í heimsókn á leikskólann.

Vorskóli er haldinn í þrjá daga og lýkur honum síðan fjórða daginn með skemmtun vorskólabarna og 1. bekkinga í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Kennarar 1. bekkjar heimsækja leikskóla og kynna sér starfið þar í þeirri viðleitni að skapa sem mesta samfellu í venjum og vinnubrögðum. Skólinn býður leikskólabörnum á morgunstundir og að vera virkir þátttakendur á síðustu morgunstund vetrarins.