Dygð annarinnar

Markviss vinna með dygðir þvert á allar námsgreinar er hluti af skólastefnunni. Á hverri önn gefur lífsleikniteymi skólans tóninn og ákveður eina sameiginlega dygð sem allir árgangar vinna með. Í byrjun hverrar annar er þemadagur sem er upphaf að vinnu með dygðina. Þá er öll kennsla brotin upp og unnin fjölbreytt verkefni í tengslum við dygðina. Foreldrar fá sent fréttabréf með ýmsum upplýsingum um þá dygð sem er í gangi hverju sinni.

Dygðir skólaársins 2016-17 eru samstaða og glaðværð.