Foreldrafélag

Foreldrafélagið var stofnað 10. október 2002, af áhugasömum foreldrum sem vildu efla og styrkja félagsstarf innan skólans.

> Skoða gögn Foreldrafélagsins í gagnagátt skólans

Markmið hverrar stjórnar er að halda utan um samskipti heimilis og skóla, koma skoðunum og ábendingum foreldra á rétta staði og fylgja þessu eftir.

Við leggjum metnað okkar í að byggja upp gott og öflugt starf, gagnvirkt á milli stjórnar félagsins og foreldra annars vegar og hins vegar á milli foreldra barna, stjórnar félagsins og skólans.

Markmið og áherslur Foreldrafélags Brekkubæjarskóla eru að …

  • efla samstarf heimilis og skóla
  • virkja foreldra í þátttöku foreldrarölts
  • efla forvarnarstarf á vegum heimilis og skóla
  • halda utanum félagsstarf bekkjanna
  • vera tengiliður foreldra og barna inn í skólastarfið
  • stuðla að upplýsingamiðlun til foreldra, m.a. með útgáfu fréttabréfs og með fróðlegum fyrirlestrum.

Við hvetjum alla foreldra til að vera virk í samskiptum við foreldrafélagið. Ef það er eitthvað sem foreldrar vilja koma á framfæri eða spyrja um – ekki hika við að senda okkur tölvupóst á netfangið foreldrafelag.brak@akranes.is

Gögn félagsins, eins og t.d. fundargerðir og röltlistar, eru aðgengileg í gagnagátt skólans á Google Drive.

> Skoða gögn Foreldrafélagsins í gagnagátt skólans