Starfsreglur foreldrafélags Brekkubæjarskóla

1. grein

Félagið heitir „Foreldrafélag Brekkubæjarskóla.“ Foreldrar og forráðamenn barna í Brekkubæjarskóla eru félagsmenn þann tíma sem þeir eiga börn í skólanum.

2. grein

Heimili félagsins og varnarþing er í Brekkubæjarskóla, Vesturgötu 120, 300 Akranesi

3. grein

Stjórn félagsins er skipuð 5 foreldrum / forráðamönnum barna skólans, þ.e. formanni, 3 meðstjórnendum og 1 varamanni. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi og skulu stjórnarmenn kosnir til 2 ára í senn, en formaður skal kosinn á hverjum aðalfundi.

Starfstímabil félagsins er skólaárið.

Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.

Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í öllum málum. Stjórn skiptir með sér verkum.

4. grein

Tilgangur og markmið félagsins eru að:

  • Styðja við skólastarfið og efla samstarf heimilis og skóla
  • Byggja upp öflugt bekkjarstarf.
  • Vera samstarfsvettvangur foreldra og sjá um upplýsingamiðlun og félagsstarf.
  • Koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skólamál
  • Efla kynni foreldra innbyrðis og við starfsmenn skólans
  • Efla þekkingu foreldra á starfsemi skólans
  • Styrkja menningar- og félagslíf innan skólans
  • Koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál í samráði við skólann
  • Taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra.

5. grein

Starf félagsins byggist á samstarfi foreldra / forráðamanna nemenda, kennara og stjórnenda skólans.

Markmiðum sínum hyggst félagið ná með að halda almenna foreldrafundi, vera stuðningur við starf bekkjarfulltrúa og virkja sem flesta foreldra í foreldrastarf. Skipa nefndir og starfshópa, sjá um upplýsingamiðlun, standa fyrir öflugu félagslífi innan skólans vera með fulltrúa í skólaráði Brekkubæjarskóla .

6. grein

Fyrir hvern árgang skulu starfa að minnsta kosti þrír bekkjafulltrúar úr hópi foreldra / forráðamanna sem valdir eru í upphafi hvers skólaárs. Foreldrar bjóða sig fram í að vera bekkjarfulltrúar. Bekkjarfulltrúar skulu hafa umsjón með félagsstarfi í þágu síns árgangs í samráði við kennara og vera tengiliður foreldra / forráðamanna nemenda árgangsins við kennara og foreldrafélagið. Stjórn foreldrafélagsinns hefur umsjón með að félagstarf sé í öllum árgöngum og hvetur foreldra áfram ef þurfa þykir.

7. grein

Auglýst skal eftir framboðum í stjórn foreldrafélagsins ef þurfa þykir, eða a.m.k. hálfum mánuði fyrir aðalfund.

8. grein

Aðalfundur skal haldinn einu sinni á skólaári og skal boða til fundarins með minnst sjö daga fyrirvara. Stjórn foreldrafélagsins boðar til fundarins og skal í fundarboði kynna efni fundarins. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs.

9. grein

Reglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi, enda séu breytingartillögur kynntar í skriflegri fundarboðun með minnst sjö daga fyrirvara.

10. grein

Stjórn foreldrafélagsins er heimilt að skipa nefndir um afmörkuð viðfangsefni. Stjórnin setur nefndum verkáætlun í samráði við þær.

 

Starfsreglur samþykktar á aðalfundi /stofnfundi Foreldrafélags Brekkubæjarskóla, 10. október 2002.
Breytingar á starfsreglum samþykktar á aðalfundi Foreldrafélags Brekkubæjarskóla, og öðlast gildi frá og með 9. október, 2013.

Akranesi, 9. október 2013