Sólir

Á vorönn 2008 var tekið í notkun umbunarkerfi sem við köllum SÓLIR. Markmiðið með því er að draga úr eða koma í veg fyrir óæskilega hegðun með því að umbuna nemendum fyrir jákvæða hegðun. Umbunin á að hvetja nemendur til að iðka þær dygðir sem skólinn leggur áherslu á með lífsleiknistefnu sinni og stuðla þannig að bættri líðan nemenda.

Þegar bekkjardeild hefur safnað 80 sólum fá nemendur svokallaða „sólarstund“. Þá er hefðbundin kennsla brotin upp og nemendur gera eitthvað annað sem þeir hafa komið sér saman um. Allar bekkjardeildir hafa haldið a.m.k. eina sólarstund. Má þar nefna tækjadag, dótadag, video og popp, fjöruferð, bangsadag,heimsóknir í Þorpið, o.fl.

Almenn ánægja er hjá starfsfólki skólans með þetta nýja umbunarkerfi og virðast SÓLIRNAR skila góðum árangri.

Lögð er áhersla á að þessi atriði séu í lagi til að bekkurinn eigi skilið að fá sól fyrir kennslustundina:

  • Við sýnum kurteisi við kennara og aðra nemendur.
  • Við nýtum tímann vel og komum okkur strax að verki.
  • Við virðum rétt annarra til að hafa vinnufrið.
  • Við réttum upp hönd ef við þurfum aðstoð eða að tjá okkur.
  • Við tölum hljóðlega.
  • Við hlustum á þann sem hefur orðið.
  • Við hengjum upp útiföt.

Sól