Göngum í skólann

Göngum í skólann

Brekkubæjarskóli tekur þátt í Göngum í skólann, verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fleiri aðila.

Megin markmið verkefnisins er að hvetja nemendur til þess að ganga eða hjóla í og úr skóla og með því auka færni þeirra í umferðinni auk þess að fræða þá um ávinning reglulegrar hreyfingar.

Markmiðið með því að ganga og hjóla í skólann er líka að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum auk þess sem ferðamáti þessi stuðlar að vitundarvakningu um vistvænan ferðamáta, umhverfismál, og það hversu gönguvænt umhverfið er.

Foreldrar eru beðnir um að hjálpa til við að vinna að þessum markmiðum með því að hvetja börnin sín til að ganga eða hjóla sem mest til og frá skóla.

> Lesa meira um verkefnið á gongumiskolann.is