Heimilisfræði – 3. bekkur

Velkomin á heimilisfræðisíðu 3. bekkjar

Við erum með vinnubækurnar Gott og gaman og Hollt og gott 2

Hér má sjá verkefnin sem við gerum  í vetur.

 • Brauðkringlur
 • Brosandi andlit
 • Gulrófusalat
 • Gulrótarsalat
 • Heilsubollur
 • Heitt kakó
 • Mjólkurdrykkur þriðju bekkinga
 • Sólskinsdrykkur
 • Trallakökur
 • Töfradrykkur

 

Brauðkringlur

Hráefni:

5 dl volgt vatn
4 tsk þurrger eða 35 g pressuger
2 tsk salt
4 tsk hunang
8 – 9 dl hveiti

Aðferð:

 1. Mælið vatn, ger, salt og hunang og setjið í skál.
 2. Hrærið þar til ger og hunang er uppleyst.
 3. Bætið 8 dl af hveiti út í skálina og hrærið. Setjið meira hveiti ef þarf.
 4. Sláið deigið og látið lyfta sér á volgum stað ef tími vinnst til.
 5. Hnoðið deigið þar til það er slétt og sprungulaust.
 6. Rúllið deiginu í lengju og skiptið því jafnt í 6 hluta.
 7. Rúllið hvern deighluta í lengju og mótið kringlur.
 8. Penslið kringlurnar með vatni eða eggjamjólkurblöndu og stráið yfir þær sesamfræjum.
 9. Bakið kringlurnar við 200° C í um það bil 15 mínútur.

 

Brosandi andlit

Hráefni:

1 brauðsneið
kæfa
epli (sneið eða bátur)
2 vínber
sneið af gúrku
sneið af papriku
steinselja

Aðferð:

1. Smyrjið brauðsneiðina með kæfunni.
2. Skreytið brauðsneiðina með ávöxtunum og grænmetinu.

 

Gulrófusalat

Hráefni:

1 lítil gulrófa
1/2 epli
1 – 2 msk sítrónusafi
safi úr 1/2 appelsínu

Aðferð:

1. Hreinsið og flysjið gulrófuna.
2. Rífið gulrófuna og setjið í salatskál.
3. Pressið safann úr appelsínunni.
4. Mælið sítrónusafa.
5. Blandið safanum í salatið.

 

Gulrótarsalat

Hráefni:

2 gulrætur
3 msk rúsínur
safi úr 1/2 appelsínu

Aðferð:

1. Hreinsið og flysjið gulræturnar.
2. Rífið gulræturnar og setjið þær í salatskál.
3. Pressið safann úr appelsínunni.
4. Mælið 3 msk af rúsínum.
5. Blandið safanum og rúsínunum í salatið.

 

Heilsubollur

Hráefni:

1 dl mjólk
1 dl heitt vatn
20 g pressuger eða 2,5 tsk þurrger
1/2 tsk púðursykur
1/4 tsk salt
1 msk matarolía
1/2 dl hveitiklíð
1,5 dl heilhveiti
1,5 dl hveiti

Aðferð:

 1. Mælið mjólk, vatn, ger, púðursykur, salt og olíu og setjið í skál.
 2. Hrærið þar til gerið er uppleyst.
 3. Bætið hveitilkíði, heilhveiti og hveiti út í skálina og hrærið. Setjið meira hveiti ef þarf.
 4. Sláið deigið og látið lyfta sér á volgum stað ef tími vinnst til.
 5. Hnoðið deigið þar til það er slétt og sprungulaust.
 6. Rúllið deiginu í lengju og skiptið því jafnt í 12 – 16 hluta.
 7. Mótið bollur úr deiginu og raðið þeim á plötu. Látið þær lyfta sér í 15 – 20 mínútur ef tími vinnst til.
 8. Bakið bollurnar við 200° C í um það bil 10 mínútur.

 

Heitt kakó

Hráefni:

3 msk. kakó
6 msk. sykur
3 dl. vatn
15 dl mjólk

Aðferð:

1. Mælið kakó, sykur og vatn og setjið í pott.
2. Kveikið undir og hrærið vel í.
3. Látið sjóða í 2 mínútur
4. Bætið mjókinni út í og hrærið.
5. Látið suðuna koma upp.
6. Slökkvið þá undir og takið pottinn af hitanum.

Þessi uppskrift er hæfileg í 8 glös.

 

Mjólkurdrykkur þriðju bekkinga

Hráefni:

1,5 dl melónujógúrt
1,5 dl mjólk
bit af vatnsmelónu
nokkur jarðarber

Aðferð:

1. Skolið ávextina.
2. Skerið ávextina í litla bita.
3. Setjið ávextina i skál.
4. Mælið jógúrtina og mjólkina og setjið í skálina.
5. Þeytið vel.
6. Skiptið jafnt í tvö glös.

 

Sólskinsdrykkur

Hráefni:

2 dl ananassafi
2 dl appelsínusafi
1 msk sítrónusafi
ísmolar

—-

1/4 agúrka
1/2 epli
vínber (20 – 30 stk.)

Aðferð:

1. Blandið saman ananssafa, appelsínusafa og sítrónusafa.
2. Skolið gúrku, epli og vínber.
3. Skerið ávextina og grænmetið í litla bit.
4. Bætið bitunum saman við safablönduna.
5. Kælið drykkinn með ísmolum og skiptið jafnt á milli þín og félaga þinna.

Trallakökur:

Hráefni:

2 ½  dl haframjöl
1 ½ dl hveiti
½ tsk lyftiduft
1 dl þjappaður dökkur púðursykur
100 g smjör
2 msk mjólk

Aðferð:

1.    Mælið haframjöl, hveiti, lyftiduft og púðursykur í skál og blandið saman með trésleif.
2.    Skerið smjörið í litla teninga og myljið þar til enginn smjörklumpur er eftir.
3.    Setjið mjólkina út í og búið til samfellt deig.
4     Búið til kúlur og raðið þeim á bökunarplötu. Athugið að kúlurnar þurfa að vera svipaðar að stærð.
5.    Þrýstið létt ofan á hverja köku með gaffli.
6.    Bakað við 180° C  (undir- og yfirhita) í 12 – 15 mínútur.

 

     Töfradrykkur:

Hráefni:

2 dl sólberjaþykkni (t.d. Ribena)
5 dl eplasafi
8 dl vatn
Klakar

Aðferð:

Mælið og blandið saman.