Heimilisfræði – 4. bekkur

Velkomin á heimilisfræðisíðu 4. bekkjar

Við erum með vinnubókina Hollt og gott 3.

Hér má sjá nokkur verkefni árgangsins:

 • Eplakökur dverganna
 • Fléttubrauð
 • Hafragrautur
 • Heilhveitibollur
 • Heitt kakó
 • Kjötkúlur m.súrsætri sósu
 • Matarmikið grænmetissalat
 • Samloka með túnfiski og epli
 • Sólgrjónabrauð
 • Steikt eggjabrauð
 • Súkkulaðismákökur

Eplakökur dverganna

Hráefni:

2 egg
1,5 dl sykur
4 msk mjólk
4 msk olía
1/2 tsk vanilludropar
2,5 dl hveiti
2 tsk lyftiduft

kanilsykur
eplabitar

Aðferð:

1. Kveikið á ofninum og stillið á 200 ° C.
2. Afhýðið og skerið eplið.
3. Brjótið eggið og setjið í skál ásamt sykrinum og þeytið vel.
4. Bætið mjólk, olíu og dropum saman við og hrærið með sleikju.
5. Sigtið hveitið og lyftiduftið saman út í og hrærið.
6. Setjið deigið með tveimur skeiðum í muffinsform og raðið á bökunarplötu.
7. Setjið eplabita í hverja köku og stáið kanilsykri yfir.
8. Bakið í miðjum ofni í um það bil 10 mínútur.

 

Fléttubrauð

Hráefni:

1,5 dl volgt vatn
10 g pressuger eða 1 1/2 tsk þurrger
1 tsk sykur
1/4 tsk salt
1/4 dl olía
1 dl heilhveiti
1 1/2 dl hveiti

Aðferð:

1. Kveikið á ofninum og stillið á 200 °C.
2. Mælið vatn og setjið í skál.
3. Setjið pressugerði eða þurrgerið út í.
4. Setjið sykur, salt og olíu saman við og hrærið.
5. Bætið heilhveiti og hveiti út í og hræið og sláið deigið.
6. Látið deigið hefast í 10 – 15 mínútur ef tími vinnst til.
7. Hnoðið deigið vel og skiptið því í tvo hluta.
8. Skiptið deiginu í þrjá hluta og rúllið í lengjur.
9. Fléttið lengjurnar saman.
10. Setjið á bökunarplötu og penslið með vatni.
11. Bakið brauðið í 10 – 15 mínútur.

 

Hafragrautur

Hráefni:

4 dl vatn
1 dl hafragrjón
1/4 tsk salt

Aðferð:

1. Mælið vatn, hafragjrjón og salt og setjið í pott.
2. Setjið pottinn á hæfilega stóra hellu og kveikið undir.
3. Hrærið þar til suðan kemur upp og slökkvið þá á hellunni.
4. Látið pottinn standa á heitri hellunni í 1 – 2 mínútur.
Heilhveitibollur

Hráefni:

1 dl heitt vatn
1 dl mjólk
2 tsk þurrger eða 20 g pressuger
½ tsk salt
1 msk sykur
¼ tsk kardimommudropar
2 msk matarolía
2 dl heilhveiti
2 – 3 dl hveiti

Aðferð:

1. Mælið vatn og mjólk í skál. Stráið þurrgerinu yfir eða myljið pressugerið út í.
2. Bætið salti, sykri, dropum og matarolíu saman við gerblönduna og hrærðu vel.
3. Blandið heilhveitinu og 2 dl af hveiti saman við og hrærið, bætið meira hveiti út í ef
þarf og sláið deigið.
4. Látið deigið lyfta sér á volgum stað í 20 mínútur ef tími vinnst til.
5. Hnoðið deigið.
6. Mótið bollur úr deiginu og raðið þeim á plötu. Látið þær lyfta sér í 15 – 20 mín.
7. Bakið bollurnar í miðjum ofni við blástur og 2oo° C í um það bil 10 mínútur.

 

Heilhveitibollur

Hráefni:

1 dl mjólk
1 dl heitt vatn
2 tsk þurrger eða 20 g pressuger
½ tsk salt
1 msk sykur
¼ tsk kardimommudropar
2 msk matarolía
2 dl heilhveiti
2 – 3 dl hveiti

Aðferð:

1. Mælið mjólk og vatn í skál. Stráið þurrgerinu yfir eða myljið pressugerið út í.
2. Bætið salti, sykri, dropum og matarolíu saman við gerblönduna og hrærðu vel.
3. Blandið heilhveitinu og 2 dl af hveiti saman við og hrærið, bætið meira hveiti út í ef
þarf og sláið deigið.
4. Látið deigið lyfta sér á volgum stað í 20 mínútur ef tími vinnst til.
5. Hnoðið deigið.
6. Mótið bollur úr deiginu og raðið þeim á plötu. Látið þær lyfta sér í 15 – 20 mín.
7. Bakið bollurnar í miðjum ofni við blástur og 2oo° C í um það bil 10 mínútur.

Heitt kakó

Hráefni:

1 msk sykur
2 tsk kakó
1 dl vatn

Aðferð:

1. Mælið sykur, kakó og vatn og setjið í pott.
2. Setjið pottinn á hæfilega stóra hellu og kveikið undir.
3. Látið blönduna sjóða í 1 mínútu og hærið í á meðan.
4. Mælið mjólkina og setjið út í pottinn.
5. Minnkið strauminn á hellunni og hitið kakóið að suðu.
6. Takið pottinn af heitu hellunni svo að ekki sjóði upp úr pottinum.

 

Kjötkúlur með súrsætri sósu

Hráefni:

200 g nautahakk
1 msk púrrulaukssúpa eða 1 msk hveiti og 2 cm af púrrulauk
10 stk saltkex (t.d. Ritzkex)

Aðferð:

1. Kveikið á ofninum og stillið á 200 °C.
2. Myljið saltkexið smátt og setjið í skál.
3. Mælið súpuduftið og setjið í skálina ásamt hakkinu.
4. Hrærið vel saman.
5. Mótið litlar kúlur og setjið á bökunarplötu.
6. Bakið kúlurnar í 10 – 15 mínútur.

Gott er að hafa heimagerða súrsæta sósu með kjötkúlunum.

Súrsæt sósa:

1 dl chilisósa
1 msk púðursykur
2 msk rifsberjahlaup

Sjóðið saman við vægan hita í 2 – 3 mínútur.

 

Matarmikið grænmetissalat

Hráefni:

Jöklasalat
1/4 gul paprika
gúrkubiti
1 tómatur
1 egg
ostbiti

Aðferð:

Byrjið á að harðsjóða eggið.

1. Setjið eggið í lítinn pott. Látið renna kalt vat í pottinn þar til flýtur yfir eggið.
2. Látið suðuna koma upp og minnkið svo strauminn.
3. Sjóðið eggið í 6 – 8 mínútur.
4. Kælið eggið undir köldu rennandi vatni.

Búið svo til salatið.

1. Skolið allt grænmetið undir köldu vatni og látið leka af því á sigti.
2. Skerið allt grænmetið og setjið í skál.
3. Skerið ostinn í teninga og bætið út í skálina.
4. Sneiðið eggið í báta og bætið saman við.
5. Gott er að hafa brauð eða hrökkbrauð með salatinu.

 

Mjólkurhristingur með berjum fyrir tvo

Áhöld:

Skál
Rafmagnsþeytari eða hrærivél
mæliskeiðar desilítramál

Hráefni:

2 dl vanilluís
2 dl léttmjólk
2 dl jarðarber
bláber

Aðferð:

1. Mælið berin og skerið jarðarberin eða stappið þau með gaffli.
2. Hrærið saman ís og mjólk.
3. Þeytið með rafmagnsþeytara þar til allt hefur blandast vel saman.
4. Hellið jafnt í glös og drekkið strax.

 

Samloka með túnfiski og epli

Hráefni:

1/4 epli
3/4 dl sýrður rjómi
1/2 tsk hunang
1 tsk sinnep
1/2 dós túnfiskur í vatni
4 lauf jöklasalat
4 grófar brauðsneiðar

Aðferð:

1. Brytjið hreint og afhýtt eplið í litla bita.
2. Setjið túnfiskinn á sigti og látið renna vel af honum.
3. Mælið sýrðan rjóma, hunang og sinnep og hrærið vel saman.
4. Setjið túnfiskinn og eplabitana saman við og hrærið.
5. Skiptið blöndunni á brauðsneiðarnar og
6. Setjið hreint salatblað á hverja brauðsneið.
7. Búið til samloku og skerið hverja samloku í tvennt.

Þessi uppskrift er hæfileg fyrir 4.

 

Sólgrjónabrauð

Hráefni:

1 dl heitt vatn
1/2 dl mjólk
15 g pressuger eða 2 tsk þurrger
1/4 tsk salt
1 tsk púðursykur
1 msk sesamfræ
2 – 3 dl hveiti
1 dl haframjöl

Aðferð:

1. Mælið heitt vatn og mjólk og setjið í skál.
2. Setjið pressugerið eða þurrgerið, salt og púðursykur út í.
3. Hrærið þar til gerið er uppleyst.
4. Setjið sesamfræ, 2 dl af hveiti og haframjölið út í og hrærið.
5. Bætið meira hveiti út í ef þarf.
6. Sláið deigið og látið það lyfta sér á volgum staði í 10 – 15 mínútur.
7. Hnoðið deigið og mótið eitt eða tvö brauð úr deiginu.
8. Penslið deigið með vatni og stráið sesamfræjum yfir ef vill.
9. Bakið brauðið við 200° C í 10 – 15 mínútur.

 

Steikt eggjabrauð

Þessi uppskrift er hæfileg fyrir tvo.

Hráefni:

1/2 tómatur
2 – 3 salatblöð
gúrkubiti

2 brauðsneiðar
1 egg
1/4 dl mjólk
2 msk olía

Aðferð:

1. Skolið grænmetið undir köldu vatni og látið renna af því á sigti.
2. Skerið tómatinn í báta og gúrkuna í bita eða sneiðar.
3. Raðið öllu grænmetinu á disk.
4. Brjótið eggið í skál eða á djúpan disk. Bætið mjókinni saman við og þeytið vel.
5. Hitið olíu á pönnu og fylgist vel með hitanum.
6. Skerið brauðsneiðarnar í tvennt og gegnbleytið í eggjahrærunni.
7. Steikið eggjabrauðið í um það bil 5 mín. á báðum hliðum, eða þar til það er fallega brúnt.

 

Súkkulaðismákökur

Hráefni:

100 g smjör
1 dl flórsykur
1/2 dl púðursykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
2 dl hveiti
1/2 tsk matarsódi
1/2 dl súkkulaðispænir

Aðferð:

1. Kveikið á ofninum og stillið á 200 ° C.
2. Hrærið smjör og flórsykur ljóst og létt.
3. Brjótið eggið í litla skál, setjið vanilludropana saman við og bætið út í deigið.
4. Hrærið vel.
5. Sigtið hveiti og matarsóda saman við og hrærið.
6. Blandið súkkulaðispónum í og hrærið. Athugið að hræra ekki of mikið eftir að hveitið er sett í.
7. Mótið kökur með 2 teskeiðum og raðið á bökunarplötu.
8. Bakið í miðjum ofni í 10 – 12 mínútur.