Heimilisfræði – 5. bekkur

Velkomin á heimilisfræðisíðu 5. bekkjar

Við erum með vinnubókina Gott og gagnlegt 1.

Hér má sjá nokkur verkefni árgangsins.

  • Afmælismúffur
  • Eplakaka með ís
  • Grænmetisfat með ítölsku ívafi
  • Gulrótabollur
  • Haustsúpa
  • Heilhveitibollur
  • Lummur
  • Pitsa með lyftidufti
  • Sparikökur
  • Vöfflur

Afmælismúffur

Hráefni:

2 egg
1,5 dl sykur
4 msk olía eða 50 g brætt smjörlíki
1 dl mjólk
1 tsk vanilludropar
3 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
3 msk súkkulaðibitar eða súkkulaðispænir

Aðferð:

1. Kveikið á ofninum og stillið hann á 200 ° C, undir og yfirhita eða 180 °og blástur.
2. Setjið egg og sykur í skál og þeytið vel saman með rafmagnshandþeytara eða í hrærivél.
3. Bætið, olíu, mjólk og vanilludropum saman við og blandið saman með sleikju.
4. Sigtið hveiti og lyftiduft út í og blandið með saman sleikjunni.
5. Blandið súkkulaðinu saman við, athugið að hræra ekki mikið eftir að hveitið er sett í.
6. Skiptið deiginu í 14 – 16 múffuform og bakið í miðjum ofni í um það bil 12 mínútur.

Eplakaka með ís

Hráefni:

1 – 2 meðalstór epli
4 – 6 vínber
1/2 dl rúsínur
1/2 msk kanilsykur
1/2 dl hveiti
1/2 dl haframjöl
1 msk sykur
15 g smjör

Aðferð:

1. Kveikið á ofninum og stillið á 200° C.
2. Smyrjið eldfast mót.
3. Skolið eplin og vínberin. Kjarnhreinsið og afhýðið eplin.
4. Skerið eplin í litla bita og vínberin í fernt.
5. Setjið eplin og vínberin í smurt mótið ásamt rúsínum og stráið kanilsykrinum yfir.
6. Mælið hveiti, haframjöl og sykur í skál og myljið kalt smjörið saman við.
7. Sáldrið deiginu yfir eplin í mótinu.
8. Bakið kökuna í miðjum ofni í 20 – 30 mínútur.
9. Berið kökuna fram volga með ís.

 

Grænmetisfat með ítölsku ívafi

Hráefni:

1 – 2 dl ósoðið pasta, til dæmis slaufur eða skrúfur

Grænmeti að eigin vali. Til dæmis gúrkubiti, tómatur, blaðlauksbiti,
ýmsir litir af paprikum, sveppir, ferskt spínat, blaðsellerí, grænkál,
graslaukur, blómkál, jöklasalat, kínakál, hvítkál eða aðrar tegundir
sem eru fáanlegar á hverjum tíma.

1 dl tómatpastasósa
1 dl kalt vatn
2 – 3 msk rifinn ostur

Aðferð:

1. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka.
2. Hellið vatninu af í gegnum sigti og setjið pastað í skál
3. Veljið, hreinsið og skerið grænmeti og raðið á litríkan hátt á fat.
4. Mælið pastasósuna og setjið í pott ásamt vatninu og hitið varlega að suðu.
5. Rífið ostinn og berið hann fram með grænmetinu, pastanu og sósunni.

 

Gulrótabollur

Hráefni:

1/2 dl súrmjólk
1/2 dl mjólk
1 1/2 dl heitt vatn
2 1/2 tsk þurrger eða 20 g pressuger
1/2 tsk salt
1 tsk hunang
3 msk matarolía
1 dl rifnar gulrætur
1 dl hveitiklíð
4 – 5 dl hveiti

Aðferð:

1. Hreinsið, skolið og rífið gulræturnar á rifjárni.
2. Mælið súrmjólk, mjólk og vatn í skál.
3. Setjið þurrgerið eða myljið pressugerið út í.
4. Setjið salt, hunang og olíu saman við.
5. Hrærið og setjið svo gulrætur, hveitiklíð og 4 dl af hveiti út.
6. Hrærið og bætið hveiti í ef þarf og sláið deigið.
7. Látið deigið lyfta sér á volgum stað ef tími er til.
8. Hnoðið deigið og skiptið því í 16 jafn stóra bita.
9. Mótið bollur og raðið þeim á ofnplötu og penslið með eggjablöndu.
10. Látið bollurnar lyfta sér.
11. Bakið bollurnar í 10 – 14 mínútur eða þar til þær eru fallega ljósbrúnar.

 

Haustsúpa

Hráefni:

6 dl vatn
biti af blað- og rauðlauk
biti af lauk
biti af blaðsellerí
1 meðalstór kartafla
1 rófusneið
1 gulrót
1/4 paprika
1 dl smátt saxað hvítkál
1/2 dl brotið spagettí
1/2 kjúklingateningur
1/4 grænmetisteningur
örlítill pipar eða annað krydd
þurrkuð eða ný steinselja til skrauts

Aðferð:

1. Hreinsið grænmetið, afhýðið og skolið undir köldu vatni.
2. Skerið grænmetið smátt og brjótið spagettíið í bita.
3. Mælið vatn í pott og látið suðuna koma upp.
4. Setjið grænmetið, spagettíið og kryddið út í pottinn og látið krauma í 10 mínútur.

 

Heilhveitibollur

Hráefni:

1 dl mjólk
1 dl heitt vatn
2 tsk þurrger eða 20 g pressuger
½ tsk salt
1 msk sykur
¼ tsk kardimommudropar
2 msk matarolía
2 dl heilhveiti
2 – 3 dl hveiti

Aðferð:

1. Mælið mjólk og vatn í skál. Stráið þurrgerinu yfir eða myljið pressugerið út í.
2. Bætið salti, sykri, dropum og matarolíu saman við gerblönduna og hrærðu vel.
3. Blandið heilhveitinu og 2 dl af hveiti saman við og hrærið, bætið meira hveiti út í ef
þarf og sláið deigið.
4. Látið deigið lyfta sér á volgum stað í 20 mínútur ef tími vinnst til.
5. Hnoðið deigið.
6. Mótið bollur úr deiginu og raðið þeim á plötu. Látið þær lyfta sér í 15 – 20 mín.
7. Bakið bollurnar í miðjum ofni við blástur og 2oo° C í um það bil 10 mínútur.

 

Lummur

Hráefni:

1 dl heilhveiti
1 dl haframjöl
½ tsk lyftiduft
1/8 tsk salt
2 tsk púðursykur
1 dl + 1 msk mjólk
1 msk matarolía
½ tsk vanilludropar
1 egg
½ dl rúsínur (má sleppa)

Aðferð:

1.Mælið og blandið þurrefnunum saman í skál.
2. Bætið mjólk og matarolíu út í.
3. Brjótið eggið í bolla eða litla skál og hrærið öllu saman með sleif.
4. Hitið pönnukökupönnu á miðstraum í um það bil 2 mínútur. Ef til vill þarf að bera á hana matarolíu með eldhúspappír. Það gerið þið áður en pannan er hituð. Á meðan finnið þið til disk undir lummurnar, pönnukökuspaða, gaffal og stóra skeið.
5. Setjið deigið með skeið á pönnuna. Hæfilegt er að setja 2–3 lummur á í hvert skipti.
6. Snúið lummunum við þegar yfirborðið fer að þorna.
Notið pönnukökuspaða og gaffal. Úr þessari uppskrift fást 10–12 lummur.
Lummurnar eru bestar nýbakaðar með sultu eða sykri.

 

Pitsa með lyftidufti

Hráefni:

2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1/8 tsk salt
1/2 tsk pitsukrydd
1 dl mjólk
1 msk matarolía

Aðferð:
1. Mælið þurrefnin í skál og blandið saman.                                                                                                                                            2.Blandið mjólk og matarolíu út í, hærið saman með sleif. Reynið að hræra ekkki   mikið.
3. Setjið deigið á borð og hnoðið þar til deigið verður samfellt. Ekki hnoða meira en nauðsynlegt er til að ná deiginu saman,   deigið vill verða seigt ef það er hnoðað mikið.                                                                                                                                                4. Hveitistráið deigkökuna og fletjið út í kringlótta köku u.þ.b. 20-25 sm í þvermál eða skiptið deiginu í tvennt og búið til tvær minni pitsur.
5. Látið á plötu og bakið í 3 mín. við 200°C.
6. Setjið síðan pitsusósu, fyllingu og ost eftir smekk á botninn.
7. Bakið í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til botninn er gegnbakaður og osturinn hefur fengið fallegan lit.

 

Sparikökur

Hráefni:

2 dl hveiti
1 dl sykur
1 dl kornflögur (muldar)
1 msk kókosmjöl
1/4 tsk salt
1/4 tsk matarsódi
50 g smjörlíki
50 g suðusúkkulaði (saxað)
1 egg

Aðferð:

1. Saxið súkkulaðið smátt og myljið kornflögurnar.
2. Mælið öll þurrefnin, nema súkkulaðið í skál og hrærið saman.
3. Myljið kalt smjörlíkið saman við þurrefnin.
4. Hrærið söxuðu súkkulaði saman við.
5. Brjótið eggið í litla skál og bætið því út í skálina.
6. Hrærið með sleif og hnoðið deigið saman í skálinni.
7. Hnoðið deigið á borðinu og skiptið því í sex jafn stóra hluta.
8. Rúllið hvern hluta út í lengju sem skipt er í 10 – 12 bita.
9. Mótið kúlur og raðið á plötu.
10. Bakið við 200°C í 10 – 12 mínútur.

 

Vöfflur

Hráefni:

3 dl hveiti
1/2 dl heilhveiti
2 tsk lyftiduft
2 msk sykur
1/4 tsk salt
1/2 dl matarolía
2 egg
2,5 dl mjólk
1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Allt sett í skál og hrært saman í kekkjalaust deig.
Bakað í velheitu vöfflujárni.