Heimilisfræði – 6. bekkur

Velkomin á heimilisfræðisíðu 6. bekkja.

Við erum með vinnubækurnar Gott og gagnlegt 1 og 2.

Hér má sjá nokkur verkefni árgangsins.

  • Bakaðir kartöflubátar
  • Brauðvafningar með sesamfræjum
  • Chilifiskur í ofni
  • Eplapúðar
  • Hveitibollur
  • Litrík eggjakaka
  • Mexikóskur kjötréttur
  • Smábrauð
  • Súkkulaðibitakökur frú Sigríðar
  • Tebollur

 

Bakaðir kartöflubátar

Hráefni:

1/2 kg kartöflur með heillegu, blettalausu hýði
2 msk braðlítil matarolía
nýmulinn pipar
1/2 tsk salt
rósmarín, þurrkað eða ferskt

Aðferð:

1. Kveikið á ofninum og stillið hann á 200° C
2. Þvoið kartöflurnar og skerið þær í báta.
3. Raðið kartöflubátunum með þynnri kantinn upp á ofnplötu með bökunarpappír.
4. Penslið kartöflurnar með matarolíunni og stráið kryddinu yfir.
5. Bakið í miðjum ofni við 200° C í um það bil 30 mínútur eða þar til kartöflubátarnir
eru ljósbrúnir og mjúkir í gegn.

Brauðvafningar með sesamfræjum og hunangi

Hráefni:

1½ dl mjólk
1 dl heitt vatn
3 tsk þurrger eða 25 g pressuger
½ tsk salt
1 msk hunang
2 msk matarolía
½ dl sesamfræ
½ dl hveitiklíð
4 – 5 dl hveiti

Aðferð:

1. Heitu vatni og mjólk blandað saman í skál.
2. Þurrgerið eða pressugerið sett út í ásamt salti, hunang og matarolíu.
3. Hrærið vel eða þar til gerið og hunangið er uppleyst.
4. Setjið 4 dl af hveiti út í og hrærið. Bætið meira hveiti ef þarf og sláið deigið.
5. Ef tími vinnst til látið deigið lyfta sér á volgum stað. Best er að það stækki um helming.
6. Takið deigið úr skálinni, setjið það á hveitistráð borð og hnoðið.
7. Skiptið deiginu í 16 bita og rúllið hvern bita í ca 20 sentímetra lengjur sem þið snúið saman í vafning.
8. Látið vafningana lyfta sér á plötu, gott er að pensla þá með eggjablöndu eða mjólk og strá sesamfræjum yfir.
9. Bakið í miðjum ofni við 200°C í 10 – 12 mínútur.

 

Chilifiskur í ofni

Hráefni:

350 g fiskflök
½ msk hveiti
½ tsk salt
l dl matreiðslurjómi
¼ dl chilisósa
1 dl rifinn ostur
Aðferð:

1. Stillið bakarofninn á 225 °C.
2. Smyrjið eldfast mót með örlítilli matarolíu.
3. Stráið hveitinu innan í mótið.
4. Skerið fiskinn í frekar smáa bita og setjið í mótið, með roðhliðina niður.
5. Stráið saltinu yfir fiskinn.
6. Blandið saman í skál chilisósu og rjóma, hellið yfir fiskinn.
7. Stráið rifnum ostinum yfir fiskinn.
8. Bakið á næst neðstu hillu í ofninum í u.þ.b. 20 mín.
Berið fiskinn fram með soðnum kartöflum og salati.

Eplapúðar

Hráefni:

2 bollar hveiti
2 tsk. lyftiduft
4 msk. sykur
½ tsk. matarsódi
½ tsk salt
4 msk brætt smjör eða olía
1 bolli nýmjólk
1 bolli súrmjólk
2 egg
1 epli (smátt skorið)

Aðferð:

1. Mælið þurrefnin í skál og blandið saman.
2. Setjið helminginn af mjólk og súrmjólk ásamt bræddu smjöri eða olíu út í og hrærið í
kekkjalaust deig.
3. Bætið eggjum í og þynnið með afgangnum af mjólkinni.
4. Flysjið og skerið eplið í frekar litla bita og setjið í deigið.
5. Steikið á pönnu eins og lummur. Gætið þess að hitinn sé ekki of mikill.

Gott er að bera góða sultu og þeyttan rjóma eða ís með eplapúðunum.

 

Hveitibollur

Hráefni:

1 dl heitt vatn
1 dl mjólk
2 tsk þurrger eða 20 g pressuger
½ tsk salt
1 msk sykur
¼ tsk kardimommudropar
2 msk matarolía
4 – 5 dl hveiti

Aðferð:

1. Mælið vatn og mjólk í skál. Stráið þurrgerinu yfir eða myljið pressugerið út í.
2. Bætið salti, sykri, dropum og matarolíu saman við gerblönduna og hrærðu vel.
3. Blandið 4 dl af hveiti saman við og hrærið, bætið meira hveiti út í ef þarf og sláið deigið.
4. Látið deigið lyfta sér á volgum stað í 20 mínútur ef tími vinnst til.
5. Hnoðið deigið.
6. Mótið bollur úr deiginu og raðið þeim á plötu. Látið þær lyfta sér í 15 – 20 mín.
7. Bakið bollurnar í miðjum ofni við blástur og 2oo° C í um það bil 10 mínútur.

 

Litrík eggjakaka

Hráefni:

3 egg
3 msk kalt vatn
¼ tsk salt
1/8 græn paprika
1/8 rauð paprika
2 pylsur
30–50 g ostur
25 g smjörlíki

Aðferð:

1. Egg, vatn og salt þeytt saman í skál.
2. Skerið pylsur í þunnar sneiðar.
3. Skolið paprikuna og skerið í litla teninga.
4. Rífið ostinn.
5. Bræðið smjörlíkið á pönnu við vægan hita.
6. Steikið pylsusneiðarnar á pönnunni smástund.
7. Hellið eggjahrærunni yfir pylsurnar, lækkið strauminn og látið hræruna stífna.

 

Mexíkóskur kjötréttur

Hráefni:

¼ poki mexíkóblanda frá Toro
¼– ½ laukur
150 g nautahakk
¼ paprika
1 msk matarolía
1 ½ msk tómatmauk
1 tsk mexíkókrydd
2–2 ½ dl vatn
Aðferð:

1. Hvolfið úr pokanum með mexíkóblöndunni í skál og hrærið vel saman.
Í pokanum eru hrísgrjón og krydd og þetta þarf að blandast vel áður en því er skipt, en aðeins er gert ráð fyrir ¼ úr pokanum í hverja uppskrift.
2. Hreinsið laukinn og skerið hann smátt niður.
3. Hitið matarolíuna á pönnu og steikið hakkið og laukinn.
4. Allt annað sett saman við og soðið í 15 mín. Athugið að minnka strauminn eftir þörfum og hafa lok á pönnunni.

Með þessum rétti er gott að hafa maísflögur og dreifa yfir eða stinga ofan í réttinn áður en hann er borinn fram. Einnig er tacosósa og ferskt grænmeti nauðsynlegt, sýrður rjómi, avokadósósa og chilibaunir mjög ljúffengt með þessum rétti.

 

Smábrauð

Hráefni:

1½ dl heitt vatn
1½ dl mjólk
3 tsk þurrger eða 25 g pressuger
½ tsk salt
½ tsk hunang
1½ tsk oregano
½ dl matarolía
½ dl hveitiklíð
5½–6½ dl hveiti

Aðferð:

1. Heitu vatni og mjólk blandað saman í skál.
2. Þurrgerið sett út í ásamt hunangi, hrært.
3. Öllu öðru bætt út í, en haldið eftir einum dl af hveiti.
4. Hrærið vel. Bætið afganginum af hveitinu út í ef þess þarf og hrærið deigið vel saman.
5. Stráið hveiti yfir skálina og látið hana bíða á volgum stað þar til deigið hefur lyft sér. Best er að það stækki um helming ef tími er til.
6. Takið deigið úr skálinni, setjið það á hveitistráð borð og hnoðið.
7. Mótið deigið í bollur og ef til vill alls konar króka, kringlur og hnúta.
8. Setjið smábrauðin á plötu, gott er að pensla þau með eggjablöndu eða mjólk.
9. Látið smábrauðin lyftast á plötunni í 15 mín. kveikið á ofninum eða setjið í kaldan ofninn og stillið hann á 200°C.

 

Súkkulaðibitakökur frú Sigríðar

Hráefni:

200 g smjörlíki
90 g sykur
90 g púðursykur
1 egg
250 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
100 g suðusúkkulaði

Aðferð:

1. Hrærið smjörlíki, sykur og púðursykur vel og vandlega í hrærivél.
2. Mælið og sigtið hveitið, lyftiduft og matarsóda í aðra skál og geymið á meðan þið hrærið
smjörlíkið og sykurinn.
3. Brjótið eggið í litla skál og setjið það svo út í smjörhræruna og hrærið vel.
4. Skerið súkkulaðið frekar smátt.
5. Blandið nú hveiti, lyftidufti og matarsóda út í ásamt súkkulaðinu.
6. Hrærið þar til allt hefur blandast saman, en athugið að best er að hræra sem minnst eftir að
hveitið er sett í.
7. Kælið deigið, gott er að geyma það í ísskáp yfir nótt.
8. Búið til litlar kúlur og setjið þær á plötu með bökunarpappír með góðu millibili.
9. Bakið við 165 – 170°C (undir- og yfirhita) í 15 -20 mínútur eða þar til þær eru fallega ljósbrúnar.

 

Tebollur

Hráefni:

2 ½ dl hveiti
1 dl heilhveiti eða speltmjöl
¾ dl sykur
½ tsk kardimommuduft
1½ tsk lyftiduft
½ dl súkkulaðispænir ( rúsínur, döðlur, hnetur)
0,9 dl matarolía
1 egg
¾ –1 dl léttmjólk

Aðferð:

1. Kveikið á ofninum og stillið á 175 °C
2. Mælið þurrefnin og blandið saman í skál.
3. Bætið súkkulaðispónum saman við.
4. Brjótið eggið í litla skál, (bolla) mælið mjólkina og setjið saman við eggið og sláið þetta saman með gaffli.
5. Hrærið eggjablönduna og olíuna saman við þurrefnin með sleif.
6. Mótið tebolludeigið með tveim matskeiðum og setjið á bökunarplötu með pappír. Úr þessari uppskrift fást um það bil 14–16 tebollur.
7. Hafið gott bil á milli bollanna. Hafið þær eins fallegar í laginu og þið getið.
8. Bakið í 15 mínútur.