Heimilisfræði – 7. bekkur

Velkomin á heimilisfræðisíðu 7. bekkjar

Við erum með vinnubókina Gott og gagnlegt 3.

Hér má sjá nokkur verkefni árgangsins.

 • Brún rúlluterta – Draumterta
 • Eplapúðar
 • Enskar súkkulaðikökur
 • Hakk og spaghettí
 • Jógúrtkökur
 • Kanilsnúðar
 • Langbrauð með osti
 • Pitsa
 • Pitsusnúðar
 • Rúlluterta
 • Skúffukaka

Brún rúlluterta – Draumterta

Hráefni:

3 egg
1 ½ dl sykur
—–
50 g kartöflumjöl
1 ½ tsk lyftiduft
2 msk kakó

Aðferð:

1    Þeytið egg og sykur í ljósa þykka froðu.
2    Sigtið þurrefnin út í og blandið varlega saman við eggjafroðuna með sleikju.
3    Setjið deigið í ofnskúffu sem klædd er  bökunarpappír.
4    Bakað í 8 – 10  mínútur við rúmlega 200° C.
5    Hvolfið kökunni á sykri stráðan bökunarpappír og látið kólna áður en kremið er sett á.

Bananasmjörkrem eða vanillusmjörkrem:

100 g smjörlíki
4 dl flórsykur
1 stappaður banani eða 1 lítið egg og 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

1    Hrærið smjörlíkið smástund.
2   Setjið flórsykur út í, einn desilítra  í einu og hrærið vel á
milli.
3    Blandið stöppuðum banananum smá saman út í .

 

Enskar súkkulaðikökur

Hráefni:

170 g smjör
100 g sykur
200 g púðursykur
1 vanillustöng (fræin)
1 egg
1 eggjarauða
300 g hveiti
1 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
300 g súkkulaði t.d. Odense dropar, rjómasúkkulaði eða annað gott súkkulaði.

Aðferð:

1. Hrærið mjúkt smjör, sykur, púðursykur og vanillufræin vel í hrærivél.
2. Sigtið hveitið, salt og matarsóda í aðra skál og geymið.
3. Brjótið eggið í litla skál og setjið það svo út í smjörhræruna og hrærið vel. Setjið
eggjarauðuna í og hrærið.Brjótið svo hitt eggið í litlu skálina og bætið því út í og hrærið.
4. Blandið hveiti, salti og matarsóda út í ásamt súkkulaðinu.
5. Hrærið þar til allt hefur blandast saman, en athugið að best er að hræra sem minnst eftir að
hveitið er sett í.
6. Skiptið deiginu í 2 – 4 hluta og setjið það í plastfilmu og búið til sívalninga. Kælið deigið, gott er
að geyma það í ísskáp yfir nótt.
7. Skerið í um 1 cm þykkar sneiðar og raðið með góðu bili á bökunarplötu (með bökunarpappír).
8. Bakið við 190°C – 200°C (undir- og yfirhita) í 8 -10 mínútur eða þar til jaðrarnir eru fallega
ljósbrúnir.
9. Kælið kökurnar. Hægt er að geyma kökurnar í nokkrar vikur í loftþéttum boksum.

Eplapúðar

Hráefni:

2 bollar hveiti
2 tsk. lyftiduft
4 msk. sykur
½ tsk. matarsódi
½ tsk salt
4 msk brætt smjör eða olía
1 bolli nýmjólk
1 bolli súrmjólk
2 egg
1 epli (smátt skorið)

Aðferð:

1. Mælið þurrefnin í skál og blandið saman.
2. Setjið helminginn af mjólk og súrmjólk ásamt bræddu smjöri eða olíu út í og hrærið í
kekkjalaust deig.
3. Bætið eggjum í og þynnið með afgangnum af mjólkinni.
4. Flysjið og skerið eplið í frekar litla bita og setjið í deigið.
5. Steikið á pönnu eins og lummur. Gætið þess að hitinn sé ekki of mikill.

Gott er að bera góða sultu og þeyttan rjóma eða ís með eplapúðunum.

Hakk og Spaghettí

Hráefni:

400 g nautahakk
1 laukur
1/4 paprika
100 g ferskir sveppir (má sleppa)
1 – 2 gulrætur (má sleppa)
1 – 2 msk matarolía eða smjörlíki
1 dl tómatsósa
1 dl vatn
1/2 nautakjötsteningur
1/4 tsk pipar
paprikuduft, oregano, italian seasoning, rósmarín, hvítlaukssalt, kjöt-og grillkrydd.
Veljið eitthvað ef þessum kryddum eða örlítið af öllum.
Athugið að fara varlega í að krydda, við getum alltaf bætt við en ekki tekið af.

Aðferð:

1. Saxið laukinn, skolið og skerið paprikuna, þurrkið og skerið sveppina, skolið eða flysjið
gulræturnar og rífið þær.
2. Hitið olíuna eða smjörlíkið á pönnu og brúnið laukinn aðeins ásamt paprikunni. Takið af
pönnunni.
3. Brúnið sveppina og bætið gulrótunum út í.
4. Takið grænmetið af pönnunni og þurrsteikið hakkið og náið því í sundur.
5. Bætið tómatsósu, vatni, kryddi og grænmetinu út í og hrærið saman.
6. Bragðið á og kryddið meira ef þarf.

Spaghettí:

2 – 3 lítrar vatn
1 msk olía
1/2 tsk salt
200 g spaghettí

Setjið spaghettíið í sjóðandi vatn og sjóðið eins og sagt er á umbúðunum, oftast er spaghettí soðið í 7 – 11 mínútur.

Jógúrtkökur

Hráefni:

250 g brætt smjörlíki
2,5 bolli hveiti
2 bollar sykur
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 dós kaffijógúrt
½ tsk vanilludropar
3 egg
100 g súkkulaðispænir

Aðferð:

1. Bræðið smjörlíkið við vægan hita og kælið.
2. Sigtið saman hveiti, matarsóda og salt.
3. Blandið sykri saman við.
4. Bætið kaffijógúrt, eggjum, vanillidropum og smjörlíki út í og hrærið.
5. Setjið súkkulaðispæni saman við og blandið saman.
6. Látið deigið í pappírsmót (hafið þau rúmlega hálffull).
7. Bakið kökurnar við 190 – 200 ° í 10 – 15 mínútur.

 

Langbrauð með osti

Hráefni:

2 dl heitt vatn
1 dl mjólk
20 g pressuger eða 2 1/2 tsk þurrger
1 tsk salt
1 tsk ítalskt krydd eða annað gott krydd
2 tsk síróp eða hunang
1/2 dl olía
2 msk sesamfræ
1 dl hveitiklíð
2 dl heilhveiti
4 dl hveiti
1 dl rifinn ostur

Aðferð:

1. Setjið heitt vatn og mjólk í skál.
2. Myljið pressugerið eða stráið þurrgeri út í.
3. Bæti salti, kryddi, sírópi/hunangi og olíu út í.
4. Blandið sesamfræjum og mjöltegundunum saman við en geymið 1 dl af hveiti.
5. Hrærið vel saman og bætið hveiti ef þarf, sláið deigið um það bil 40 sinnum.
6. Látið deigið hefast í 15 – 20 mínútur ef tími vinnst til.
7. Hnoðið deigið og skiptið því í tvennt.
8. Rúllið út í tvö löng brauð og setjið þau á bökunarplötu.
9. Klippið djúpt þversum í brauðin með 3 – 4 cm bili og leggið bitana til skiptis
til hægri og vinstri.
10. Stráið rifna ostinum yfir brauðin.
11. Látið brauðin hefast í að minnsta kosti 10 mínútur.
12. Bakið brauðin við 180 ° C hita og blástur í 10 – 15 mínútur.
13. Látið brauðin kólna undir hreinni diskaþurrku.

Múffur

Hráefni:

2 egg
1,5 dl. sykur
4 msk. bráðið smjörlíki eða olía
1 dl. mjólk
3 dl. hveiti
2 tsk. lyftiduft
1 tsk vanilludropar

3 msk súkkulaðispænir eða 3 msk rúsínur, 3 msk bláber, 1 epli eða 2 msk kakó.

Aðferð:

1. Þeyttu saman egg og sykur þar til froðan er orðin ljós og létt.
2. Bættu smjörlíki og mjólk út í og blandaðu saman með sleikju.
3. Sigtaðu hveiti og lyftiduft út í eggjahræruna.
4. Blandaðu dropum saman við.
6. Ef eplið er notað, þá er smátt skornu epli blandað út í deigið, eða einn eplabiti settur í hvert
form eftir að. Blandið súkkulaði, rúsínum eða kakói út í.
7. Settu deigið í 12-16 pappírsform.
8. Bakaðu kökurnar í miðjum ofni við 190 – 200 ° C í 15 – 20 mín.

Ofnbakaður lax með osti

Hráefni:

1 flak af silungi eða laxi 300 – 500 g
1/4 – 1/2 tsk salt
nýmulinn pipar
örlítið picanta krydd (má sleppa)
1 msk sítrónusafi
20 g bráðið smjör

nokkrar ostsneiðar eða 100 g gráðostur

Aðferð:

1. Kveikið á ofninum og stillið á 180 ° C
2. Skolið flakið í köldu vatni og leggið það á bretti. Þerrið aðeins með eldhúspappír.
3. Beinhreinsið flakið.
4. Skerið tvo 1 – 1 1/2 cm djúpa skurði eftir endilöngu flakinu.
5. Kryddið og penslið fiskinn með bræddu smjöri.
6. Setjið ost í skurðina og leggið flakið í smurt eldfast mót og bakið í 15 – 20 mín. eða þar til
fiskurinn er bakaður í gegn.
7. Berið fram með soðnum kartöflum og góðu grænmetissalati.

Pitsa

Hráefni:

1 ½ dl. volgt vatn
15 gr. pressuger eða 2 tsk. þurrger
½ tsk. salt
½ tsk hunang (má sleppa)
1 msk. olía
3 – 4 dl. hveiti

180 – 220 g rifinn ostur
pitsusósa
álegg

Aðferð:

1. Mælið vatn í skál og myljið gpressugerið út í eða stráið þurrgerinu yfir.
2. Blandið salti og olíu saman við og hrærið vel.
3. Bætið 3 dl. af hveitinu saman við og hrærið. Deigið þarf að vera frekar blautt, en á að vera
laust í skálinni þannig að hægt sé að slá deigið 40 sinnum. Setjið meira hveiti ef þarf.
4. Stráið hveiti yfir deigið og látið það lyfta sér á volgum stað í 10 – 15 mín. Einnig má láta
deigið lyfta sér einu sinni, þ.e.a.s. þegar búið er að fletja það út.
5. Rífið ostinn.
6. Hnoðið deigið og fletjið það út og setjið á plötu með bökunarpappír.
7. Stillið ofninn á 180° C.
8. Látið botnin lyfta sér á volgum stað í 15 – 20 mínútur á meðan áleggið er sett á pitsuna.
9. Setjið fyrst pitsusósu á botninn og stráið dálitlu af ostinum yfir. Geymið afganginn af
ostinum þar til búið er að baka pitsuna í 20 mín. Skerið áleggið og setjið það ofaná og
kryddið.
10. Bakið rétt fyrir neðan miðjan ofn við 180 ° C í 20 mín.
11. Hækkið þá hitann í 210° og setjið ostinn sem eftir er yfir og bakið í um 7 mín. í viðbót.

Pitsusnúðar

Hráefni:

1 dl mjólk
1 dl heitt vatn
25 g pressuger eða 30 g þurrger
1 tsk sykur
1/2 tsk salt
1 egg
3 msk olía
5 – 6 dl hveiti

Fylling:

1 – 1 1/2 dl pitsusósa
50 g pepperóní og nokkrar sneiðar af skinku
1 tsk pitsukrydd
2 dl rifinn ostur

Aðferð:

1. Blandið saman mjólk og heitu vatni í skál
2. Setjið pressugerið eða þurrgerið út í .
3. Setjið sykur, salt, egg og olíu saman við.
4. Mælið 5 dl af hveiti og blandið því saman við. Hrærið og bætið hveiti út í ef þarf.
5. Sláið deigið 40 sinnum.
6. Látið deigið lyfta sér á volgum stað á meðan fyllingin er útbúin.
7. Takið deigið úr skálinni og hnoðið deigið þar til það verður sprungulaust og festist hvorki við
hendur né borð.
8. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið út í aflangar lengjur.
9. Setjið pitsusósu, álegg, ost og krydd á deigið.
10. Rúllið deiginu upp frá lengri hliðinni og skerið það í 2 – 3 cm bita.
11. Raðið snúðunum á bökunarplötu með bökunarpappír á. Þrýstið létt á hvern snúð.
12. Látið snúðana lyfta sér í 15 mín og bakið þá svo við 190 °C (blástur) í 12 – 15 mínútur.

Rúlluterta

Hráefni:

2 egg
1 dl sykur
1,5 dl hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
2 msk kalt vatn

Sulta, um það bil 1 – 1,5 desilítri.

Aðferð:

1. Setjið bökunarpappír á plötu, hann þarf að vera aðeins stærri en platan og takið til aðra örk
álíka stóra til að hvolfa kökunni á eftir baksturinn.
2. Þeytið egg og sykur þar til hræran er létt og ljós.
3. Sigtið hveiti og lyftiduft saman út í.
4. Setjið vatnið út í og blandið varlega saman með sleikju.
5. Bakið í 225 ° C heitum ofni í 6 – 8 mínútur.
6. Stráið sykri á pappírinn sem á að hvolfa kökunni á. Takið í horn pappírsins undir kökunni
og hvolfið henni á pappírinn með sykrinum.
7. Gott er að pensla pappírinn með köldu vatni og fletta honum svo af.
8. Smyrjið sultunni yfir alla kökuna.
9. Rúllið kökunni upp og geymið hana í pappírnum á meðan hún kólnar.

Skúffukaka

Hráefni:

5 dl hveiti
4 dl sykur
3/4 dl kakó (sigtað)
1 ½ tsk lyftiduft
3/4 tsk matarsódi
3/4 tsk salt
3/4 tsk vanillusykur
3 dl mjólk
2 egg
1 dl olía

Aðferð:

1. Öllu blandað saman í hrærivélaskál og hrært í 2 mínútur.
2. Sett í ofnskúffu með bökunarpappír.
3. Bakað við 210° C í 20 mínútur. Snúið ofnskúffunni eftir 10 mín.

Smjörkrem:

100 g smjör
4 dl flórsykur
2 msk kakó
1 lítið egg
1 tsk vanilludropar
3 tsk kaffi (má sleppa)

Öllu blandað í hrærivélaskál og hrært vel.

Vatnsdeigsbollur

Hráefni:

2 dl vatn
125 g smjörlíki
2 dl hveiti
3 stór egg

Aðferð:

1. Vatn og smjörlíki er soðið saman þar til smjörlíkið er bráðið.
2. Hveitið er sett út í og hrært þar til deigið er orðið samfellt og lítur út eins og þykk kartöflumús.
3. Takið pottinn af heitri hellunni og slökkvið á hellunni.
4. Setjið deigið í hrærivélaskál og kælið svolítið.
5. Setjið eggin út 1 í senn og hrærið vel á milli. Athugið að deigið má ekki vera of þunnt. Ef notuð
eru stór egg er hæfilegt að nota 3 egg.
6. Mótið deigið í 16 – 20 bollur. Annað hvort er deiginu sprautað með rjómsprautu eða sett með
skeiðum á plötuna. Munið að hafa gott bil á milli.
7. Bakið við 180° C undir- og yfirhita í 25 – 30 mínútur. Opnið ekki ofninn fyrstu 20 mínúturnar því
þá falla bollurnar.
8. Kælið bollurnar og skerið þær svo í sundur.
9. Setjið rjóma og sultu eða góða fyllingu á milli og glassúr, súkkulaði eða flórsykur ofan á.