Mötuneyti

IMG_2814

Mötuneyti Brekkubæjarskóla er staðsett á fyrstu hæð við hliðina á heimilisfræðistofunni. Forstöðu skólamötuneytisins veitir Björk Bergþórsdóttir.

Nemendur í Brekkubæjarskóla eiga þess kost að kaupa heitan mat í hádeginu og mjólk í frímínútum að morgni. Boðið er upp á hollan og fjölbreyttan mat. Mötuneytið er þjónusta við foreldra og nemendur gegn kostnaðarverði.

Um 350 nemendur nýta sér skólamötuneytið á degi hverjum. Nemendur koma á misjöfnum tímum í mat því salurinn tekur aðeins um 150 í sæti. Salurinn er fullsetinn frá 11:30 – 12:50.

Matartorg
Haustið 2015 tökum við upp nýtt skráningarkerfi í mötuneytið. Kerfið heitir Matartorg og í því er hægt er að velja einstakar máltíðir í stað þess að velja vikudaga eins og áður var.

Foreldrar þurfa að fara inn á Matartorg.is og velja nýtt eða gleymt lykilorð. Síðan er skráð kennitala móður (í flestum tilfellum), skóli valinn og svo ýtt á flipann senda nýtt lykilorð. Þegar þetta hefur verið gert fæst nýtt notandanafn og lykilorð til þess að komast inn á matartorgið. Þegar þangað er komi er hægt að haka við máltíðir sem barnið/börnin á/eiga að fá. Hægt er að velja einstakar máltíðir, ákveðna vikudaga og allt tímabilið. Í undantekningartilfellum getur reynst nauðsynlegt að breyta matseðli og áskilur mötuneytið sér rétt til þess. Greiðsluseðlar fara í heimabanka eða heim til þeirra sem hafa ekki heimabanka.

Mjólk
Ekki verður hægt að panta mjólkuráskrift í gegnum Matartorgið heldur fá börnin með sér miða heim í byrjun skólaársins sem foreldrar þurfa að fylla út. Miðanum þarf síðan að skila til umsjónarkennara eða á skrifstofu skólans ásamt greiðslu fyrir mjólkina. Sú breyting verður gerð að nú verður innheimt fyrir mjólkina í einu lagi. Verð fram til jóla er 1500 kr., eða u.þ.b. 20 kr. á dag.

> Skoða matseðla
> Fara á Matartorg.is
> Skoða fréttir og fleira varðandi mötuneytið