Námsver

Námsveri Brekkubæjarskóla var komið á laggirnar haustið 2009 og er ætlað nemendum í 7. – 10. bekk. Í námsverinu starfar grunnskólakennari og þar geta þeir nemendur sem þurfa á því að halda haft fastan tíma og sinnt námi sínu. Auk þess geta aðrir nemendur komið í námsverið til að vinna verkefni á sínum hraða í þeim námsgreinum sem þeir þurfa aðstoð í. Námsverið er staðsett á 2. hæð suðurbygingar.

Í námsverinu vinnur hver nemandi að sínu og getur leitað til kennara þegar það þarf.

Markmið námsversins eru …

  • að mæta þörfum hvers nemanda,
  • auka vellíðan nemenda og áhuga þeirra á náminu,
  • hlúa að hæfileikum nemenda og styrkja þá þar sem upp á vantar.