Nemendafélag Brekkubæjarskóla

Allir nemendur skólans eru félagar í Nemendafélagi Brekkubæjarskóla. Nemendafélaginu er stjórnað af Nemendaráði.

Nemendaráð

Nemendaráð kemur fram sem málsvari allra nemenda skólans, en einnig sér ráðið um skipulagningu og stjórnun félagsstarfs fyrir nemendur 8. – 10. bekkjar. Náið samráð og samvinna er við Grundaskóla og félagsmiðstöðina Arnardal og haldnar sameiginlegar skemmtanir með þessum aðilum. Nemendum er frjálst að mæta á viðburðakvöld í báðum skólunum, enda eru þau skipulögð með nemendur beggja skóla í huga.

Í nemendaráði á hver bekkur á unglingastigi einn fulltrúa og varafulltrúa. Formaður og varaformaður nemendaráðs eru kosnir sérstaklega.

Fulltrúar í Nemendaráði mínus einn + formaður og varaformaður

Umsjón með félagsmálum nemenda hefur Elinbergur Sveinsson