Raunveruleikabörn – Hugsað um barn

Hrafnhildur, Alexander og Halla klár í slaginn.

Hrafnhildur, Alexander og Halla klár í slaginn.

Nemendur í 10. bekk Brekkubæjarskóla hafa undanfarin ár tekið þátt í Heilbrigðis- og félagsforvarnarverkefninu Hugsað um barn sem ÓB-ráðgjöf stendur fyrir í samvinnu við skólahjúkrunarfræðing.

Verkefnið Raunveruleikabarn felst í því að unglingarnir eiga að annast dúkku yfir eina helgi. Dúkkan – sem samsvarar 5 mánaða gömlu ungbarni – er gædd þeim eiginleikum að líkja eftir alvöru barni: vaka, sofa, gráta, vilja drekka, þurfa bleiuskipti o.s.frv. Þessum þörfum dúkkunnar þurfa unglingarnir að sinna, því öll umönnun eða vanræksla er skráð í innbyggða tölvu dúkkunnar.

Markmiðið með verkefninu er að gera unglingana meðvitaðri um afleiðingar óöruggs kynlífs, það er: afleiðingar ótímabærrar þungunar.


Raunveruleikabörn 2012

Nemendur 10. bekkjar tóku þátt í verkefninu Hugsað um barn (öðru nafni raunveruleikabarn) sem ÓB-ráðgjöf stendur fyrir í samvinnu við skólahjúkrunarfræðing.

Verkefnið Raunveruleikabarn felst í því að unglingarnir eiga að annast dúkku yfir eina helgi. Dúkkan – sem samsvarar 5 mánaða gömlu ungbarni – er gædd þeim eiginleikum að líkja eftir alvöru barni: vaka, sofa, gráta, vilja drekka, þurfa bleiuskipti o.s.frv.

Hér fyrir neðan eru nokkrar reynslusögur unglinga frá því í febrúar 2012, en unglingarnir voru með barnið yfir helgi.

„Ótrúlega skemmtileg helgi, langar að gera þetta aftur. Finnst þetta ekki vera getnaðarvörn, langar að eignast barn strax“.
– Alexander Aron

„Þetta var cool, en ég veit að ég er ekki tilbúinn að verða faðir“.
– Hafsteinn Helgi

„Ekki jafn erfitt eins og ég bjóst við“.
– Sandra Liv

„Þetta var besta getnaðarvörnin“.
– Guðmundur Bjarni

„Æðisleg helgi, langar helst aftur í barnið“.
– Hrafnhildur Þrastardóttir

„Þetta var löng en skemmtileg helgi. Svolítið erfitt fyrst á meðan maður var að átta sig á þessu, en annars mjög gaman þegar barnið var ekki alltof erfitt“.
– Bergþóra

„Þetta var ömurlegt helgi! Maður gat ekki farið neitt útaf þessu drasli. Þetta var endalaust grenjandi“.
– Bergþór Snær

„Helgin var æðisleg, maður fittar sig vel inn í móðurhlutverkið og lærði að taka ábyrgð. Barnið lét mig frekar vilja vera móðir en að vera það ekki“.
– Halla

„Þetta var skemmtileg helgi en líka smá erfið“.
– Sesselja Bergrós

„Þetta var bæði skemmtilegt og leiðinlegt. Skemmtilegt að prufa hvernig það var að eiga barn. Leiðinlegt að vakna um miðja nótt og gefa dúkkunni að drekka. Ég hefði ekki viljað sleppa þessu en myndi ekki vilja gera þetta aftur“.
– Anna Björk

„Helgin var ekki eins slæm og ég hélt að hún myndi vera“.
– Elínborg Bára

„Helvíti á jörð!!“
– Marinó Elí

„Ég fékk rosalega góðan strák, sem vildi eiginlega ekki gera neitt annað en drekka. En ég er ekki tilbúin að verða móðir strax“.
– Rakel Rósa

„Barnið eyðilagði fyrir mér helgina, ömurlegt“.
– Jón Kristinn

„Þetta var alveg fín helgi fyrir utan laugardagsnóttina, þá vaknaði dúkkan svoldið oft“.

„Þetta var bara fínt, ekki eins erfitt og ég hélt. Ég fór með það út nokkrum sinnum og það var ekkert sérstaklega gaman þegar það vaknaði og ég þurfti að gefa því að drekka úti á götu“.
– Ingibjörg