Frístund

Frístundaheimilið Brekkusel er starfrækt fyrir börn í 1. – 4. bekk í Brekkubæjarskóla. Þetta er skipulagt frístundastarf sem foreldrum/forráðarmönnum gefst kostur á að skrá börnin í eftir að skóladegi líkur og er það opið til 16:15 alla virka daga.

Einnig er opið á skipulagsdögum skólans.  Þessa daga er opið á sama tíma eða frá 13:00 til 16:15. Á haustinn opnar Brekkusel sama dag og skólinn hefst og lokar á vorin á síðasta skóladegi fyrir sumarfrí.

Markmið

Markmið Brekkusels er að hafa fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi líkur þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Leiðarljós Brekkusels er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á að efla sjálfstæði og sjálfsmynd hvers barns og að þau læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.

Daglegt starf

Við leggjum áherslu á að hafa fjölbreytni í vali svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Við erum með hefðbundið val (t.d. teikna, lita, lesa, legó, dúkkó o.fl.), frjálsan leik og útiveru þar sem ýmist er frjáls leikur á skólalóðinni, leikir eða farið í vettvangsferðir.

Hressing
Boðið er upp á kaffitíma (sjá gjaldskrá) þar sem er m.a boðið upp á hrökkbrauð, brauð, ávexti, grænmeti, vatn og mjólk. Við leggjum upp með að hafa hollt og gott mataræði og reynum að hafa valið sem fjölbreyttast.

Gjaldskrá (2016)
1 klukkustund kr. 292.-
Síðdegishressing kr. 109.-

Afsláttarkjör
Einstæðir foreldrar fá 35% afslátt af dvalargjaldi
1 klukkustund kr. 190.-

Systkinaafsláttur
Fyrsta barn greiðir fullt gjald
Annað systkini greiðir 50% af gjaldi
Þriðja systkini greiðir 25% af gjaldi

Deildastjóri Brekkusels er Harpa Jónsdóttir
Sími: 433 1327
Netfang: harpa.jonsdottir@brekkubaejarskoli.is

> Sækja Umsóknareyðublað fyrir dagvist (PDF)
> Sækja Gjaldskrá fyrir dagvist (PDF)