Skólaráð

Skólaráð er lögum samkvæmt samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Í skólaráði Brekkubæjarskóla sitja skólastjóri, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annarra starfsmanna, tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grendarsamfélagsins.

Fundir eru haldnir annan hvern mánuð yfir skólaárið. Lesa má skýrslur fundanna hér í vefnum frá og með haustinu 2011.

Starfsáætlun skólaárið 2013-2014

18. september 2013
– Fundir vetrarins
– Fjárhagsáætlun
– Læsi

20. nóvember 2013
– Starfsáætlun skólans + ársskýrsla
– Skýrsla um skólahúsnæði
– Fjárhagsáætlun næsta árs

22. janúar 2014
– Samræmd próf
– Skóladagatal

19. mars 2014
– Sjálfsmat
– Líðankannanir
– Skipulag næsta skólaárs

21. maí 2014
– Næsta skólaár

Fundatími 16:15-17:15

> LESA fundargerðir Skólaráðs

Fulltrúar í Skólaráði Brekkubæjarskóla 2011 – 2013
Fulltrúar foreldra
Jóhanna Kristófersdóttir
Erla Ösp Lárusdóttir

Fulltrúi grenndarsamfélags
Ingibjörg Pálmadóttir

Fulltrúar kennara
Elinbergur Sveinsson
Þórgunnur Óttarsdóttir

Fulltrúi annarra starfsmanna
Kristinn Pétursson

Fulltrúar nemenda
Bergþóra Ingþórsdóttir
Halla Jónsdóttir

Um skólaráð

Í grunnskólalögum er mælt fyrir um að tveir fulltrúar nemenda skuli eiga sæti í skólaráði, sem skylt er að starfrækja við hvern grunnskóla. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólastjóri ber ábyrgð á stofnun skólaráðs og stýrir starfi þess sem skilgreint er í 8. gr. grunnskólalaga:
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.
Heimild: http://www.barn.is/adalsida/malaflokkar/born_sem_virkir_thatttakendur/#

Um skólaráð í Aðalnámskrá grunnskóla (lokadrög, grein 14.3, bls. 52)
Lögum samkvæmt er skólaráð samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólastjóri ber ábyrgð á því að skólaráðið sé virkt og að það setji sér starfsreglur
Heimild: http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/nr/3953

> Sjá Reglugerð um skólaráð við grunnskóla (Nr. 1157/2008):

http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=825314df-eadf-40ec-a41e-256e998ae0a4