Stoðþjónusta í Brekkubæjarskóla

Stuðningskerfi skólans við nemendur sína er allvíðtækt. Þar má nefna sérkennslu, sálfræði- og námsráðgjöf, heilsugæslu, talkennslu, stuðning við lestur og svo sérdeildina.

Einelti – viðbragðsáætlun

Stuðningsteymi sér um að aðgerðaáætlun í eineltis- og agamálum sé framfylgt.

> Lesa um viðbrögð við og aðgerðir gegn einelti

Sérkennsla

Sérkennsla er eitt af námstilboðum skólans til að mæta þörfum nemenda. Hún felur í sér breytingu á námsaðstæðum, námsefni, námsmarkmiðum og/eða kennsluaðferðum.

Skólasálfræðingur

Sálfræðingur skólans sinnir athugunum og greiningu á nemendum sem eiga í sálrænum, félagslegum og/eða námslegum erfiðleikum, ásamt tillögum til úrlausna. Hann leggur einnig fyrir kannanir og skimanir.

Guðlaug Ásmundsdóttir er skólasálfræðingur
gudlaug.asmundsdottir@akranes.is

Námsráðgjöf

Námsráðgjafi stendur vörð um velferð allra nemenda og vinnur með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Jafnframt situr námsráðgjafi í nemendaverndarráði.

Námsráðgjafi er Brynhildur Benediktsdóttir
brynhildur.benediktsdottir@brekkubaejarskoli.is

Skólahjúkrunarfræðingur

Heilsugæsla skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd. Leitast er við að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Markmið skólaheilsugæslu er að stuðla að því að skólabörn fái að þroskast við þau bestu líkamlegu, andlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Unnið er að þessu markmiði í náinni samvinnu við starfsfólk skólanna og foreldra/forráðamenn.

Skólahjúkrunarfræðingur er Ólöf Lilja Lárusdóttir – viðverutími: 9:00 – 13:00 alla virka daga nema föstudaga
olof.lilja.larusdottir@akranes.is

Talkennsla

Talmeinafræðingur greinir málþroskafrávik, erfiðleika með framburði og athugar hljóðkerfisvitund (undirstöðu fyrir lestrarnám) hjá nemendum sem vísað er til hans. Hann útbýr síðan einstaklingsáætlanir í samræmi við niðurstöður úr málþroskaprófum.

Talkennari skólans er Bergrós Fríða Ólafsdóttir Glad, talmeinafræðingur
bergros.olafsdottir@akranes.is

Sérdeild

Sérdeild Brekkubæjarskóla sinnir börnum af öllu Akranesi, en foreldrar fatlaðra barna velja hvort börn þeirra stunda nám í sérdeild eða í almennum bekk í sínum heimaskóla.

Deildarstjóri Sérdeildar er Dagný Hauksdóttir
dagny.hauksdottir@brekkubaejarskoli.is

> Meira um Sérdeild