Umhverfisstefna Brekkubæjarskóla

Vorið 2003 var eftirfarandi umhverfisstefna samþykkt af starfsmönnum Brekkubæjarskóla:

Við eigum aðeins eina jörð. Skynsamleg umgengni um hana er lífsnauðsyn fyrir komandi kynslóðir. Sparsemi og nýtni eru dygðir.

jordStefna Brekku-
bæjarskóla er að:

  • Nemendur læri að lifa í sátt við umhverfi sitt og taka ákvarðanir sem eru samfélaginu og náttúrunni til heilla
  • Bæta umhverfisvitund nemenda og starfsmannna skólans
  • Draga úr hvers kyns sóun verðmæta með nýtni og því að endurnota og endurvinna
  • Vinna gegn hvers konar mengun og umhverfisspjöllum
  • Styðja alþjóðlega umhverfisvernd og vekja nemendur til umhugsunar um sameiginlega ábyrgð

Til að koma þessu í
framkvæmd þurfum við að:

  • Efla markvissa umhverfismennt í skólanum
  • Safna upplýsingum um stöðu umhverfismála í skólanum, meta hvaða verkefni hafa forgang og gera áætlun um aðgerðir
  • Upplýsa aðra um umhverfisstefnu okkar og fá þá í lið með okkur

Það sem nemendur og starfsmenn Brekkubæjarskóla gera alla jafna yfir skólaárið:

Umhverfisdagar er haldnir tvisvar sinnum á skólaári.
Allir bekkir taka þátt í hreinsun á skólalóðinni.
Í öllum stofum er pappír flokkaður í endurnýtanlegan og fullnýttan.
Dósir og fernur eru flokkaðar í öllum stofum.
Við endurnýtum og endurvinnum eins og kostur er.
Fatnaður er nýttur í fjölbreytt verkefni.
Dagblöð og tímarit eru mikið nýtt
Umbúðir undan morgunkorni, eggjabakkar, sultukrukkur o.fl. eru nýtt á ýmsan hátt.
Kertabútar eru nýttir í kertagerð.
Moltukassi fer í fjóra árganga yfir skólaárið.
Markviss útikennsla.
Kartöflurækt
Gönguferðir,fjöruferðir og ratleikir.
Fjölbreytt vorverkefni á vordögum.

Hér má fræðast um það sem við gerum til að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið:

Eftirlitsnemendur
Endurnýting og endurvinnsla
Flokkun
Framtíðarsýn
Grænfáninn
Leiðbeiningar um moltugerð
Leiðbeiningar um pappírsgerð
Moltugerð
Um Kertagerð
Umhverfisdagar
Umhverfisspurning vikunnar
Umhverfisteymi og umhverfisnefnd
Útikennsla

> Kynntu þér skýrslu Umhverfisteymis Brekkubæjarskóla 2013-14