Umhverfissáttmáli Brekkubæjarskóla

umhverfistre

Á síðasta skólaári var ákveðið að útbúa nýjan umhverfissáttmála fyrir skólann. Umhverfisdagurinn 16. september 2014 var notaður í þessa vinnu. Allir nemendur skólans fengu tækifæri til þess að taka þátt í samkeppnu um þennan nýja sáttmála. Margar góðar hugmyndir komu frá nemendum, en tvær hugmyndir stóðu uppúr og voru settar saman í einn góðan sáttmála. Þær sem áttu hugmyndirnar voru þær Sísí og Katrín í 6. bekk og Birta Margrét í 10. bekk. Sáttmálinn hljóðar svona:

Skólinn er fróður, umhverfisgóður.
Við minnkuðum mengun,
þannig Grænfánann við fengum.

Sáttmálinn var svo skrifaður á málað umhverfistré á vegg við salinn okkkar þar sem allir nemendur skólans settu á sitt handafar til staðfestingar því að okkur í Brekkubæjarskóla er annt um umhverfið.

Umhverfistréð var málað á vegg við innganginn að salnum.

Umhverfistréð var málað á vegg við innganginn að salnum.