Útikennsla

Í Aðalnámskrá grunnskóla er litið svo á að útikennsla, það að flytja kennslu að einhverju leyti út fyrir veggi skólans, auðgi og styrki allt nám ásamt því að vera hollt bæði líkama og sál.

Í Brekkubæjarskóla er útikennsla komin til að vera og er fastur liður í skólastarfinu. Ýmislegt er gert og fjölbreytt verkefni eru unnin í tengslum við flestar námsgreinar:

  • Líf fjörunnar er rannsakað og skráð. Þar eru einnig unnin ýmis verkefni eða safnað efni.
  • Nánasta umhverfi skólans skoðað; plöntur tíndar og greindar.
  • Allir nemendur skólans hreinsa skólalóðina.
  • Farið er í garðaskoðun og fagmaður fræðir nemendur um ávaxta- og matjurtarækt.
  • Farið er í gönguferðir í nærumhverfi skólans.
  • Útikennsludagar eru skipulagðir í umhverfisviku tvisvar á skólaárinu að hausti og vori.
  • Á hverju vori setur 4. bekkur niður kartöflur og tekur þær upp að hausti.

Tveir vorþemadagar eru á vorin. Vorverkefnin þá daga eru afar fjölbreytt. Farið er í fjallgöngur, á Langasand í kastalagerð, á safnasvæðið t,d, í ratleiki, í Skógræktina og á tjaldstæðið í útilegur og leiki, plöntun tjrjáplantna og margt fleira.