Vont veður – mæta eða mæta ekki í skóla?

Eftir óveður 10. des. 2014

Ef skólahald er ekki fellt niður vegna veðurs en veður eru válynd er foreldrum bent á að hafa þetta atriði úr Skólanámskrá í huga:

Skólahald er ekki fellt niður vegna veðurs nema brýna nauðsyn beri til. Telji forráðamenn nemenda veður eða veðurútlit varhugavert þótt engin tilkynning hafi borist frá skóla varðandi skólahald, ber honum að meta hvort óhætt sé að senda nemandann í skólann. Slík tilvik ber að tilkynna til ritara strax að morgni. Ef óveður skellur á meðan nemendur eru í skólanum þá er yngstu nemendum skólans ekki hleypt heim nema foreldrar sæki þá eða tryggi börnum sínum örugga heimferð á annan hátt. Nemendum er tryggð aðstaða í skólanum svo lengi sem þarf.