Um foreldrafélagið

Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag (skv. 9. gr. laga um grunnskóla nr. 91).  Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag Brekkubæjarskóla var stofnað 10. október 2002, af áhugasömum foreldrum sem vildu efla og styrkja félagsstarf innan skólans.

Foreldrafélagið leggur metnað sinn í að byggja upp gott og öflugt starf, gagnvirkt á milli stjórnar félagsins og foreldra annars vegar og hins vegar á milli foreldra barna, stjórnar félagsins og skólans.

Markmið hverrar stjórnar er að halda utan um samskipti heimilis og skóla, koma skoðunum og ábendingum foreldra á rétta staði og fylgja þessu eftir. Við leggjum metnað okkar í að byggja upp gott og öflugt starf, gagnvirkt á milli stjórnar félagsins og foreldra annars vegar og hins vegar á milli foreldra barna, stjórnar félagsins og skólans.

Markmið og áherslur Foreldrafélags Brekkubæjarskóla eru að:

  • efla samstarf heimilis og skóla
  • virkja foreldra í þátttöku foreldrarölts
  • efla forvarnarstarf á vegum heimilis og skóla
  • halda utan um félagsstarf bekkjanna
  • vera tengiliður foreldra og barna inn í skólastarfið
  • stuðla að upplýsingamiðlun til foreldra, m.a. með útgáfu fréttabréfs og með fróðlegum fyrirlestrum.

 Hér má sjá starfsreglur Foreldrafélags Brekkubæjarskóla.