Plastlaus vika

1.BS stóð sig best á yngsta stigi.
1.BS stóð sig best á yngsta stigi.

Á dögunum var ,,plastlaus vika" þar sem markmiðið var að draga verulega úr því að vera með einnotaplastumbúðir utan um nesti í skólanum. Bekkirnir skráðu niður á hverjum degi hvernig gekk og það var að miklu að keppa þar sem verðlaun voru í boði fyrir þann árgang sem gat dregið mest úr plastnotkun. Það voru á endanum 1.bekkur og 6. bekkur sem tókst best til og fengu þau spil í verðlaun. Vel gert krakkar!